fbpx
Þriðjudagur 16.apríl 2024
Eyjan

Þorir ekki að kalla Björn Leví flón: „Því þá væri ég umsvifalaust kærður fyrir brot á siðareglum“

Ritstjórn Eyjunnar
Þriðjudaginn 29. janúar 2019 16:15

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það hefur ekki farið framhjá mörgum sem fylgjast með pólitík að þingmennirnir Brynjar Níelsson og Björn Leví Gunnarsson eru engir perluvinir. Upp á síðkastið hafa þeir karpað um siðareglur Alþingis, en Brynjar sagði að siðareglur ættu ekki við um kjörna fulltrúa og siðanefnd Alþingis væri því óþörf. Benti hann á, réttilega, að engin viðurlög væru við brotum á siðareglum Alþingis. Taldi hann einnig að slíkar siðareglur hefðu verið settar vegna þróunar erlendis frá, en slíkt fyrirkomulag gengi ekki á Íslandi, þar sem samfélagið hér væri annars eðlis.

Því mótmælti Björn Leví og taldi Brynjar með þessu vera að segja að íslenskir þingmenn gætu ómögulega haldið sig innan marka siðareglna og því engin ástæða til að setja slíkar reglur.

Sjá nánar„Nei, íslenskt samfélag er ekkert annars eðlis Brynjar“

Þessu hefur Brynjar svarað fullum hálsi. Brynjar sakar Björn um tvískinnung, þar sem hann hafi sjálfur sakað Ásmund Friðriksson um brot við hegningarlögum:

„Stundum halda einstaka þingmenn að siða- og hátternisreglur gildi bara um aðra en þá sjálfa. Mér skilst að það rúmist innan siðareglna í huga Pírata að kalla aðra þingmenn þjófa og glæpamenn opinberlega en það sé stórkostlegt brot að hvísla sín á milli að formaður eigin flokks ráði ekki við djobbið. Ég þori ekki að kalla svona þingmenn flón því þá væri ég umsvifalaust kærður fyrir brot á siðareglum.“

Þessu svarar Björn og segist aldrei hafa kallað Ásmund þjóf:

„Voðalega eru svona óbeinar ásakanir áhugaverðar. Viljið þig ekki stafa þetta bara eða sleppa gróusögunum? Ég kallaði engann þjóf Brynjar.“

Brynjar bregst við:

„Þú segir á fésbókinni, Björn Leví. „Ég er ekki að segja að hann sé þjófur. Ég er að ásaka hann um þjófnað“ Svo slærðu öll met með því að halda því fram að það sé tvennt ólíkt. Svo ætla ég að eiga annað inni sem þú hefur skrifað um meint hegningarlagabrot samþingmanna þinna.“

Björn svarar:

„Það sem þú sagðir … ekki mitt vandamál ef þú sérð ekki muninn þó ég hafi útskýrt það. En á þeim nótunum þá varstu að bera það upp á mig að ég hafi kallað einhvern þjóf. Hvað finnst þér um það Brynjar? Þó þú trúir ekki að siðareglur eigi við íslenska þingmenn væri það eitthvað sem teldist alvarlegt annarsstaðar? Það er algjör óþarfi að elta hvert orð svoleiðis. Ef þetta er ítrekað vandamál þá gæti það verið viðeigandi.“

Skólaus niðursetningur

Brynjar hefur löngum haft þungar áhyggjur af klæðaburði Björns Levís á þingi, eða klæðaleysi öllu heldur. Hefur hann lýst Birni sem „niðursetningi“ á sokkaleistum, en Björn greindi frá því á síðasta ári að hann væri heitfengur mjög og kysi því að klæðast ekki skóm, í stað þess að vera jakkalaus. Þannig kæmi hann í veg fyrir að svitna óhóflega.

Brynjar, sem er eldheitur Valsari, minnist á þetta í lokin:

„Þori heldur ekki að mæta í ræðustól þingsins í Valsbúningnum á takkaskóm. Slyppi kannski ef ég mætti á sokkaleistunum.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Fyrrverandi forstjóri Reita: Hús eru byggð of þétt og of mikill hraði í byggingarframkvæmdum

Fyrrverandi forstjóri Reita: Hús eru byggð of þétt og of mikill hraði í byggingarframkvæmdum
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Skipta út bankaráði Landsbankans í heild sinni eftir TM-hneykslið

Skipta út bankaráði Landsbankans í heild sinni eftir TM-hneykslið
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Ásakanir um lýðskrum og óráðsíu gengu á víxl á fundi borgarstjórnar og spurt hvort enginn viti hversu margir milljarðar eru farnir

Ásakanir um lýðskrum og óráðsíu gengu á víxl á fundi borgarstjórnar og spurt hvort enginn viti hversu margir milljarðar eru farnir
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Bjarkey ráðherra í fyrsta skipti

Bjarkey ráðherra í fyrsta skipti