fbpx
Fimmtudagur 18.apríl 2024
Eyjan

Sigurður G. segir núverandi dagskrárstjóra Rásar 1 ekki vita hvernig eigi að vinna í útvarpi

Ágúst Borgþór Sverrisson
Laugardaginn 12. janúar 2019 09:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sigurður G. Tómasson, fyrrverandi dagskrárstjóri Rásar 2, hefur marga fjöruna sopið á ferli sínum sem fjölmiðlamaður. Í opinskáu viðtali við DV lýsir hann því hvernig hann var hrakinn úr starfi dagskrárstjóra Rásar 2 á sínum tíma og skilinn eftir atvinnulaus. Sigurður rekur það til bolabragða Sjálfstæðisflokksins í útvarpsráði sem hafi ekki unnt sér hvíldar fyrr en hann hafði verið hrakinn frá stofnuninni og hafi stundað grímulausar pólitískar ráðningar. Í kjölfar atburðanna á Rás 2 veiktist Sigurður alvarlega, fékk insúlínháða sykursýki og varð blindur í kjölfarið. Hann telur veikindi sín eiga sér orsök þeim órétti sem hann var beittur en ónæmiskerfi hans gaf sig undir álaginu.

Þetta er brot úr stóru viðtali í helgarblaði DV.

Þröstur Helgason hefur ekki hugmynd um hvernig á að vinna í útvarpi

Sigurður unir sér meðal annar við hlusta á vandaða tónlist en fylgist líka töluvert með sínum gamla miðli, útvarpsrásum Ríkisútvarpsins. Honum þykir þeim þó hafa hnignað. Við tengjum þetta við umræðu um íslenskt mál en Sigurður sá lengi um þáttinn Daglegt mál í útvarpinu. „Um tveggja og hálfs árs skeið, frá 1984, sá ég um þennan þátt, flutti alls 270 þætti um daglegt mál. Ég hef vissulega nokkrar áhyggjur af tungumálinu en fólk á borð við Eirík Rögnvaldsson, prófessor ermerítus, er að vinna gott starf, ekki síst með því að hvetja stjórnvöld til að leggja fé í máltækni, það er að þýða tölvumálið yfir á íslensku. Það er gífurlega mikilvægt.

En það er fleira sem þarf að huga að og meðal þess er málfar í útvarpi sem mér finnst hafa hnignað, líka á Rás 1 og 2. Það er kannski ekki von á góðu miðað við afstöðu núverandi málfarsráðunautar stofnunarinnar, Önnu Sigríðar Þráinsdóttur, sem sagði í þætti nýlega að málverndarmaður væri sá sem réðist af illgirni gegn þeim sem töluðu ekki eins og hann. Þetta þykir mér undarlegt. Það hafa allir alvöru fjölmiðlar í heiminum reglur og handbók um hvernig talað skuli eða skrifað í þeirra miðli. Ég veit ekki til að slík bók sé til á RÚV. Árni Böðvarsson, sem var málfarsráðunautur stofnunarinnar þegar ég starfaði þar, kunni þetta vel og gerði skýran greinarmun á því málsniði sem átti að vera á milli rásanna tveggja, þar sem Rás 1 er mun formlegri. Í dag virðist mér þessi munur hafa þurrkast út. Núverandi dagskrárstjóri Rásar 1, Þröstur Helgason, virðist ekki hafa hugmynd um hvernig á að vinna í útvarpi né virðist hann hafa minnsta áhuga á að vita það. Mér þykir póstmódernískt fúsk einkenna Rás 1 og popptónlist er farin að verða þar mjög áberandi. Ég hef ekkert á móti popptónlist enda stjórnaði ég popprás einu sinni, það er að segja að Rás 2 samanstóð af popptónlist, fréttum og þjóðfélagsumræðu. Ég hef alltaf talið að alvarlegri tónlist ætti heima á Rás 1 en svo virðist ekki vera lengur. Ég hlusta töluvert á morgunútvarpið á Rás 2, sem er ágætt, en síðdegisútvarpið er stórundarlegt og þar virðast aldrei vera nein fréttamál til umræðu lengur.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 2 dögum

Svarthöfði skrifar: Skortir heimildarmynd

Svarthöfði skrifar: Skortir heimildarmynd
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Um átta af hverjum tíu óánægð með að Bjarni hafi sest í stól forsætisráðherra

Um átta af hverjum tíu óánægð með að Bjarni hafi sest í stól forsætisráðherra
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Ole Anton Bieltvedt skrifar: ESB er miklu meira en sameiginlegur markaður og evran

Ole Anton Bieltvedt skrifar: ESB er miklu meira en sameiginlegur markaður og evran
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Gamli kanslarinn vill fá skrifstofuna sína aftur – Ekki líklegt að það gangi eftir

Gamli kanslarinn vill fá skrifstofuna sína aftur – Ekki líklegt að það gangi eftir
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Sigmundur Ernir skrifar: Trausti rúinn og reistur til valda

Sigmundur Ernir skrifar: Trausti rúinn og reistur til valda
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Guðjón Auðunsson: Enn sérstakt áhættuálag á Ísland hjá erlendum fjárfestum – krónan þjóðhagslegt vandamál?

Guðjón Auðunsson: Enn sérstakt áhættuálag á Ísland hjá erlendum fjárfestum – krónan þjóðhagslegt vandamál?