fbpx
Mánudagur 06.maí 2024
Eyjan

Eyþór um uppgjör Reykjavíkurborgar: „Ekki gott veganesti út úr lengsta hagvaxtarskeiði lýðveldissögunnar“

Ritstjórn Eyjunnar
Fimmtudaginn 29. ágúst 2019 13:42

Eyþór Arnalds

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Árshlutareikningur samstæðu Reykjavíkurborgar fyrir fyrri helming ársins 2019 var til afgreiðslu í borgarráði í morgun. Rekstrarniðurstaða A-hluta borgarinnar er lakari en áætlanir gerðu ráð fyrir og versnar um helming frá sama tímabili og á síðasta ári. Ef ekki kæmi til matsbreyting fasteigna Félagsbústaða hf. upp á 3,5 milljarða væri sama staða hjá samstæðunni í heild, samkvæmt tilkynningu frá Sjálfstæðisflokknum.

Skuldir og skuldbindingar A-hluta vaxa um 5,5, milljarða á sex mánuðum sem er nálægt milljarði á mánuði en skuldir samstæðunnar í heild aukast um 19 milljarða á sama tímabili eða um rúma þrjá milljarða á mánuði.

Sjálfstæðisflokkurinn lagði til á fundi borgarráðs í morgun að fengnir yrðu óháðir matsaðilar til að meta eignasafn Félagsbústaða hf., þar sem matsbreytingar síðustu ára eru 50,8 milljarðar króna. Þannig hefur félagslegt íbúðarhúsnæði borgarinnar verið uppfært í bókum Félagsbústaða um sömu fjárhæð. Jafnframt er reiknaður hagnaður upp á sömu fjárhæð í samstæðu Reykjavíkurborgar.

 „Matsbreytingar upp á 51 milljarð króna skila sér seint inn á bankabók Reykjavíkurborgar,“ segir Eyþór Laxdal Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn Reykjavíkur, í tilkynningu frá Sjálfstæðisflokknum:

„Ljóst er að þessi hagnaður mun seint skila sér til borgarinnar enda stendur ekki til að selja félagslegt húsnæði frá Félagsbústöðum. Hætta er á að viðhaldsþörf íbúðanna sé meiri en gert hefur verið ráð fyrir. Kostnaður við viðhald getur því verið að miklu leyti ófyrirséður.“

Fjármála- og áhættustýringarsvið borgarinnar bendir á í sex mánaða uppgjöri Reykjavíkurborgar að matsbreytingarnar segi lítið til um grunnrekstur Félagsbústaða hf.

Eyþór bendir á að skuldir og skuldbindingar haldi áfram að vaxa um tugi milljarða á fyrstu sex mánuðum þessa árs þrátt fyrir mikla skattlagningu.

„Þetta er ekki gott veganesti út úr lengsta hagvaxtarskeiði lýðveldissögunnar,“

segir Eyþór.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Viðtöl við forsetaframbjóðendur: Halla Tómasdóttir – fólkið velur forsetann, ekki fjölmiðlar eða skoðanakannanir

Viðtöl við forsetaframbjóðendur: Halla Tómasdóttir – fólkið velur forsetann, ekki fjölmiðlar eða skoðanakannanir
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Atli Þór ráðinn til Pírata

Atli Þór ráðinn til Pírata
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Kristrún greinir frá breytingum í reglum um framboðslista flokksins – Möguleiki á prófkjöri um efsta sæti og uppstillingu á þau næstu

Kristrún greinir frá breytingum í reglum um framboðslista flokksins – Möguleiki á prófkjöri um efsta sæti og uppstillingu á þau næstu
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Viðtöl við forsetaframbjóðendur: Halla Tómasdóttir í hljóði og mynd

Viðtöl við forsetaframbjóðendur: Halla Tómasdóttir í hljóði og mynd
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Biden grínaðist með aldursumræðuna um forsetaframbjóðendurna – „Ég er í framboði gegn sex ára“

Biden grínaðist með aldursumræðuna um forsetaframbjóðendurna – „Ég er í framboði gegn sex ára“
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Björn Jón skrifar: Forsetaefni íhaldsmanna?

Björn Jón skrifar: Forsetaefni íhaldsmanna?