fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Eyjan

Þorsteinn Pálsson: „Bendir til þess að Morgunblaðið og Miðflokkurinn séu að ná betra taki“

Ritstjórn Eyjunnar
Þriðjudaginn 27. ágúst 2019 11:40

Þorsteinn Pálsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þorsteinn Pálsson, fyrrverandi forsætisráðherra, formaður Sjálfstæðisflokksins og einn stofnenda Viðreisnar, segir umræðuna um þriðja orkupakkann snúast um hugmyndafræðileg átök samtímans, sem sé fjölþjóðasamvinna þjóða í gegnum innri markað ESB annarsvegar og hinsvegar þeirra sem aðhyllist tvíhliða samninga milli þjóða, líkt og BREXIT sinnar og Donald Trump.

Þorsteinn segir að Sjálfstæðisflokkurinn hafi hallast að tvíhliða samningum, ef frá eru taldir nokkrir þingmenn og ráðherrar sem tilheyri frjálslyndari armi flokksins. Hann segir að Bjarni Benediktsson, formaður flokksins, hafi komið til móts við andstæðinga orkupakkans í Kastljósþætti á dögunum með tveimur yfirlýsingum sínum:

„Önnur var sú að endurskoða þyrfti alla orkulöggjöfina. Í hinni sagði hann að endurskoða þyrfti eðli og inntak þess að vera þátttakandi í EES-samstarfinu. Með þessu er Sjálfstæðisflokkurinn augljóslega að koma til móts við sjónarmið Morgunblaðsins og Miðflokksins. Fyrirfram var þess að vænta að málefnaleg slagsíða á þessa hlið sæist í kjölfar  atkvæðagreiðslunnar.  En hitt að hún skuli birtast með svo skýrum og afgerandi hætti fyrir atkvæðagreiðsluna bendir til þess að Morgunblaðið og Miðflokkurinn séu að ná betra taki en ætla mátti á stóra samhenginu í þessu hugmyndafræðilega reiptogi. Það er umtalsverður árangur.“

Hugmyndafræðileg forysta Miðflokksins

Þorsteinn segir að Miðflokkurinn hafi tryggt sér aðild að næstu ríkisstjórn:

„Með kröftugum og einörðum stuðningi Morgunblaðsins virðist Miðflokkurinn þannig vera á góðri leið með að ná hugmyndafræðilegri forystu yst á hægri væng stjórnmálanna. Miðað við skoðanakannanir eins og þær standa virðist aðild hans að þessari ríkisstjórn blasa við eftir næstu kosningar. Vængurinn yst til hægri segir ekki enn berum orðum að Ísland eigi að yfirgefa innri markað Evrópusambandsins. En þessi orðræða sýnir að það er verið að opna leiðina fyrir þá vegferð.“

Þá nefnir Þorsteinn einnig að átök Sjálfstæðisflokksins verði átök milli popúlisma og sígildrar rökræðu:

„Sjálfstæðisflokkurinn mun freista þess að sitja á girðingunni eins lengi og kostur er. Það gefur Miðflokknum aftur á móti svigrúm til þess að vera meira afgerandi og mótandi um stefnuna. Viðreisn og Samfylking munu líklega hafa forystu fyrir fjölþjóðasamvinnu eins og Sjálfstæðisflokkurinn og Alþýðuflokkurinn á sínum tíma.

Í húfi eru miklir hagsmunir fyrir íslensku þjóðina. Það er því brýnt að hugmyndafræðileg umræða um þessar tvær leiðir haldi áfram. Sú umræða mun líka snúast um aðferðafræði. Á annað borðið munu þeir róa sem beita einföldunum popúlismans. En á hitt borðið munu þeir róa sem telja að gera þurfi út um mál af þessu tagi með klassískri rökræðu.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Inga Sæland herská – Kallar eftir stuðningi á þingpöllunum

Inga Sæland herská – Kallar eftir stuðningi á þingpöllunum
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Guðjón Auðunsson: Verðið á íslensku fasteignafélögunum er allt of lágt

Guðjón Auðunsson: Verðið á íslensku fasteignafélögunum er allt of lágt
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Björn Jón skrifar: Grýlur sem ýla hræðilega

Björn Jón skrifar: Grýlur sem ýla hræðilega
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Guðjón Auðunsson: Ef markmiðið er að fækka um eina kaffivél er sameiningin tilgangslaus

Guðjón Auðunsson: Ef markmiðið er að fækka um eina kaffivél er sameiningin tilgangslaus