fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Eyjan

Jóni finnst umræðan skrítin: Kerfið kemur í veg fyrir ferskar afurðir

Ágúst Borgþór Sverrisson
Þriðjudaginn 27. ágúst 2019 18:36

Jón Páll Hreinsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jón Páll Hreinsson, bæjarstjóri Bolungarvíkur, leggur orð í belg í umræðuna um skólamat. Honum þykir sú umræða skrítin að hverfa skuli frá dýraafurðum í skólamáltíðum til grænmetis og ávaxta vegna umhverfissjónarmiða þegar haft er í huga að ferskur fiskur og ferskt kjöt er allt um kring í Bolungarvík en grænmetið er hins vegar flutt á staðinn með flutningabíl. Þá þykir honum einkennilegt að á meðan Bolvíkingar hafi aðgengi að besta fiski í heimi sé nær ómögulegt að selja ferskan fisk beint frá báti í Bolungarvík. Vonlaust sé að selja kjöt sem slátrað er á staðnum og enginn ræktar grænmeti til sölu.

Jón Páll gagnrýnir það þunglamalega kerfi sem kemur í veg fyrir að Bolvíkingar geti nálgast þessar afurðir ferskar, úr nágrenninu. Pistill hans á Facebook er eftirfarandi:

Umræðan um grænmeti í skólum.

Þessa dagana er mikið rætt um að auka neyslu á grænmeti í skólum. Samfara því beri að minnka eða útrýma neyslu á kjöti. Slíkt sé betra fyrir umhverfið. Fyrir mig er þetta skrítin umræða, sérstaklega í ljósi þess að á síðasta ári voru flutt inn 30 þúsund tonn af grænmeti til Ísland og allt grænmeti í Bolungarvík kemur hingað með flutningabíl .

Hér í Bolungarvík höfum við aðgengi að besta fiski í heimi. Hann er veiddur hérna rétt fyrir utan í köldum sjó Atlanshafsins. Okkar öflugu sjómenn koma síðan með fiskin að landi örfáum klukkustundum eftir að hann hefur verið veiddur. Í Bolungarvík erum við svo líka með besta kjöt í heimi (eins og flestir íslendingar reyndar) og hér í fjöllunum hér fyrir ofan ganga lömbin um frjáls og borða grasið í brekkunni. Í bænum framleiðir Arna bestu mjólkurvörur sem ég hef smakkað. Og ef við velltum því fyrir okkur þá eru í raun engar tæknilegar hindranir til að rækta grænmeti í Bolungarvík með raflýsingu væri einhver tilbúinn að fórna sér í þann rekstur.

Niðurstaðan er hinsvegar sú að það er erfitt, nánast ómögulegt, að selja ferskan fisk beint frá bát í Bolungarvík. Það er vonlaust að selja kjöt sem væri slátrað hér í Bolungarvík og enginn ræktar grænmenti til sölu. Ekki út af því að við viljum ekki borða besta fisk í heimi, besta kjöt í heimi, besta grænmeti í heimi (það yrði best, ef einhver mundi gera það hér). Heldur út af því að kerfið býður ekki uppá það. Sjálfsagt eru góð og gild rök fyrir því að þetta má ekki. En það eru hinsvegar engar tækilegar hindranir, bara mannlegar hindranir. Ef okkur er alvara með því að passa jörðina okkar og ef okkur er alvara að nota mötuneyti sveitarfélaga til axla ábyrgð á loftlagsbreytingum. Þá er fyrsta skrefið að byrja að borða besta mat í heimi sem er hérna fyrir utan dyrnar okkar. Væri það ekki betra heldur en að flytja inn grænmeti erlendis frá og keyra það vestur á firði?

Það er á okkar ábyrgð að bjóða börnunum okkar uppá hollan, fjölbreyttan, lítið unnin mat þar sem aflað er á sjálfbærann hátt í nærumhverfinu. Það er skynsamlegt og það er hægt, ef við bara ákveðum að það sé hægt.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Þegar þjóðin hafnaði stjórnmálamanni – Endurtekur sagan sig?

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Þegar þjóðin hafnaði stjórnmálamanni – Endurtekur sagan sig?
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Halla Hrund stóreykur fylgi sitt – Mælist með meira fylgi en Jón Gnarr

Halla Hrund stóreykur fylgi sitt – Mælist með meira fylgi en Jón Gnarr
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Orðið á götunni: Verða Bessastaðir stökkpallur inn á Alþingi?

Orðið á götunni: Verða Bessastaðir stökkpallur inn á Alþingi?
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ólafur Þ. Harðarson: Kosningarnar nú minna mjög á kosningarnar 1980 – spurningin hvort kjósendur kjósa taktískt

Ólafur Þ. Harðarson: Kosningarnar nú minna mjög á kosningarnar 1980 – spurningin hvort kjósendur kjósa taktískt
Eyjan
Fyrir 1 viku

Sigurjón skammar smákóngana í stjórnsýslunni – „Það vita allir í kerfinu af þessari fyrirstöðu en aldrei skal hróflað við Smákónginum“

Sigurjón skammar smákóngana í stjórnsýslunni – „Það vita allir í kerfinu af þessari fyrirstöðu en aldrei skal hróflað við Smákónginum“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Þrír milljarðar í súginn og þögnin ærandi – „Með öllu óskiljanlegt og ríkisstjórn Íslands til ævarandi skammar“

Þrír milljarðar í súginn og þögnin ærandi – „Með öllu óskiljanlegt og ríkisstjórn Íslands til ævarandi skammar“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Sigurður Amlín nýr rekstrarstjóri hjá Stöð 2

Sigurður Amlín nýr rekstrarstjóri hjá Stöð 2