fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Eyjan

Ekki séríslenskt að verslanir og veitingahús berjist í bökkum

Egill Helgason
Miðvikudaginn 21. ágúst 2019 16:02

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er eins og við Íslendingar höldum oft að við séum algjörlega ein á báti – séum algjört eyland. En það erum við ekki. Samfélagsþróun hér er oftast býsna hliðstæð því sem gerist annars staðar á Vesturlöndum. Einu sinni gerðust hlutirnir aðeins síðar hér en annars staðar, en núorðið fylgjum við almennt meginstefnum og straumum.

Tökum til dæmis umræðuna sem hefur verið um verslun. Við látum eins og það sé eitthvert einsdæmi að verslun hnigni á Íslandi. En því fer auðvitað fjarri. Verslunarhættir eru alls staðar að breytast og það er ekki vegna skorts á bílastæðum. Netverslun hefur sín áhrif, en líka breytt viðhorf – minni áhersla ungs fólks á að kaupa hluti og eiga þá og að sækja sér afþreyingu og einhvers konar lífsfyllingu í búðarápi. Og til dæmis bara það að fólk sem hangir sífellt í snjallsímum er varla að kaupa neitt í búð á meðan.

Það eru ekki bara miðbæir sem eiga undir högg að sækja vegna þessa heldur líka verslanakringlur. Þær loka unnvörpum í Bandaríkjunum. Í Grikklandi fussar fólk og sveiar yfir fréttum sem birtast um að framundan sé mikil fjárfesting í verslunarkringlum á sama tíma og þeim hnignar annars staðar, þessi frétt í blaðinu Kathimerini hefur vakið mikið umtal á samskiptamiðlumn. Grikkland mun víst vera eitt minnst verslanakringluvædda land í Evrópu.

Í frétt á CNN má lesa að verslanakringlur í Bandaríkjunum reyni að laða til sín vinsæla lækna.  Það sama á við um jógastúdíó og fleira í þeim dúr. Það verður að finna eitthvað til að halda uppi traffíkinni þegar verslanir leggja upp laupana.

Reyndar er spurning hvort þurfi ekki einhverjar svipaðar hugmyndir ef á að ná að fylla allt verslunarhúsnæðið sem hefur verið byggt í Miðborginni? Jógastaði? Nuddstofur? Líkamsrækt? Hugleiðslusetur? Svona starfsemi stendur kannski ekki undir hárri leigu – en það er væntanlega betra en að láta húsnæðið standa autt?

Þá er það veitingageirinn. Það er mikið talað um kreppuna þar – sem stafar fyrst og fremst af offramboði. En þetta er líka alþjóðlegt eins og smá gúgl getur leitt í ljós. Í fyrra lokuðu til dæmis 1100 Subway staðir í Bandaríkjunum. Í frétt í Guardian má lesa að veitingahúsum fækki nú í Bretlandi og svo hafi verið um nokkurt skeið. Á þessu ári hefur samdrátturinn verið 3,4 prósent. En hann gengur þó ekki jafnt yfir allan veitingageirann, ítalskir staðir, kínverskir og indverskir berjast í bökkum meðan staðir sem selja mat frá Miðausturlöndum, Japan og svo veganstaðir eru í nokkurri sókn.

Það reyndar stemmir ágætlega við íslenska veitingahúsamarkaðinn – við vorum sein að uppgötva kebabið en það hefur farið siguför um borgina. Þetta er ódýr matur, tiltölulega hollur og fljótlegur.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Varaþingmaður Samfylkingarinnar yfirgefur flokkinn – Segir Samfylkinguna hafa sofnað á mannréttindavaktinni

Varaþingmaður Samfylkingarinnar yfirgefur flokkinn – Segir Samfylkinguna hafa sofnað á mannréttindavaktinni
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Þurfum mjög hæfan forseta – þarf alls ekki að vera stjórnmálamaður

Ólafur Þ. Harðarson: Þurfum mjög hæfan forseta – þarf alls ekki að vera stjórnmálamaður
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Sjálfstæðismenn aðeins einu sinni fengið sinn forseta – sá var fyrrverandi formaður Alþýðubandalagsins

Ólafur Þ. Harðarson: Sjálfstæðismenn aðeins einu sinni fengið sinn forseta – sá var fyrrverandi formaður Alþýðubandalagsins
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Óæskilegt lesefni

Óttar Guðmundsson skrifar: Óæskilegt lesefni
Eyjan
Fyrir 6 dögum

800 milljóna halli en þokast í rétta átt

800 milljóna halli en þokast í rétta átt
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Þorsteinn Siglaugsson skrifar: Gervigreind og máttur tungumálsins

Þorsteinn Siglaugsson skrifar: Gervigreind og máttur tungumálsins