fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Eyjan

Félag Huang Nubo gjaldþrota – Fékk ekki að kaupa landsvæðið sem Jim Ratcliffe fékk að kaupa

Ritstjórn Eyjunnar
Þriðjudaginn 20. ágúst 2019 09:06

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Zhongkun Grímsstaðir, félag kínverska auðjöfursins Huang Nubo sem falaðist eftir Grímstöðum á fjöllum árið 2011, án árangurs, er nú gjaldþrota. Þetta kemur fram í Lögbirtingarblaðinu og RÚV greinir frá, en gjaldþrotið nemur um fimm milljónum króna. Var félagið tekið til gjaldþrotaskipta undir lok apríl samkvæmt úrskurði Héraðsdóms Norðurlands eystra.

Fyrrverandi talsmaður Nubo hér á landi, Halldór Jónsson, sagði við RÚV í lok mars að félagið skuldaði áætlaða skatta sem nam þá um tveimur milljónum, en engin starfsemi hefði verið í félaginu frá árinu 2013.

Nubo hugðist reisa hótel og byggja golfvöll á Grímsstöðum en mikið fjaðrafok varð þegar ljóst var að hann hefði keypt jörðina. Var því til dæmis gert í skóna að Nubo væri útsendari kínversku ríkisstjórnarinnar og því væru kaup hans hluti af ráðagerð kommúnista um að sölsa undir sig landsvæði á Íslandi. Kaupin voru háð leyfi frá íslenskum stjórnvöldum, en það leyfi fékkst aldrei, en þáverandi innanríkisráðherra, Ögmundur Jónason barðist hart gegn málinu, þvert á vilja samstarfsflokksins, Samfylkingarinnar. Þar sem Nubo var ekki íslenskur ríkisborgari né íbúi innan Evrópska efnahagssvæðisins, fékk hann aldrei undanþáguna sem hann sóttist eftir.

Árið 2016 keypti hinsvegar breski milljarðamæringurinn Jim Ratcliffe meirihlutann í jörðinni Grímsstöðum á Fjöllum, svo vernda mætti laxveiðiár á Norðausturlandi, að eigin sögn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Halla Hrund stóreykur fylgi sitt – Mælist með meira fylgi en Jón Gnarr

Halla Hrund stóreykur fylgi sitt – Mælist með meira fylgi en Jón Gnarr
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Björn Jón skrifar: Ótrúlegur árangur íslenskra tæknifyrirtækja

Björn Jón skrifar: Ótrúlegur árangur íslenskra tæknifyrirtækja
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Segja tillögu Einars fela í sér „afarkjör“ og hafa verið laumað að

Segja tillögu Einars fela í sér „afarkjör“ og hafa verið laumað að
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Sigurjón skammar smákóngana í stjórnsýslunni – „Það vita allir í kerfinu af þessari fyrirstöðu en aldrei skal hróflað við Smákónginum“

Sigurjón skammar smákóngana í stjórnsýslunni – „Það vita allir í kerfinu af þessari fyrirstöðu en aldrei skal hróflað við Smákónginum“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Lindarhvoll: Leyndarhyggjan enn við lýði – svör berast seint, illa eða ekki

Lindarhvoll: Leyndarhyggjan enn við lýði – svör berast seint, illa eða ekki