fbpx
Sunnudagur 25.ágúst 2019  |

Tekjublað 2019  Sjá allt

Eyjan

Guðfinna les yfir Guðmundi: „Nú er mér alvara“ – Enginn veit hvað átt hefur fyrr en misst hefur

Ritstjórn Eyjunnar
Þriðjudaginn 13. ágúst 2019 13:50

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Það að gera grín að matvælaöryggi ætti að vera úrelt hugmyndafræði hjá menntuðum þjóðum,“ segir Guðfinna Harpa Árnadóttir, sauðfjárbóndi og formaður Landssamtaka sauðfjárbænda.

Guðfinna skrifar grein á Vísi þar sem hún svarar Guðmundi Steingrímssyni, fyrrverandi þingmanni, fullum hálsi. Guðmundur, sem er pistlahöfundur Fréttablaðsins, skrifaði grein í blaðið í gær þar sem hann fjallaði meðal annars um íslenskan landbúnað og Alþingi, sem hann kallaði hagsmunagæslustofu bænda.

„Ég þori að veðja að um helmingur þingmanna myndi frekar stinga höfði í salerni en að andmæla styrkjum til bænda,“ sagði Guðmundur í greininni og spurði hvort skynsamlegt væri fyrir íslenska ríkið að verja fimm milljörðum í framleiðslu á „veisluvöru fyrir suma“. Með veisluvöru átti hann við íslenskt lambakjöt.

10 þúsund störf í landbúnaði

Guðfinnu var augljóslega ekki hlátur í huga við lestur á grein Guðmundar þó hún hafi verið skrifuð í hæðnum ádeilustíl, eins og Guðfinna bendir á.

Slíkar skoðanagreinar venjulega í sérstöku uppáhaldi hjá mér. Þar sem ég er ein af þeirri stétt fólks sem hrifsar milljarða frá þarfari verkefnum ríkisins með hjálp „Hagsmunagæslustofu bænda“ við Austurvöll þarf kannski ekki að koma neinum á óvart að svo er ekki í þessu tilfelli,“ segir hún og nefnir að Guðmundur skauti listavel fram hjá ýmsum rökum fyrir því að styrkja innlenda landbúnaðarframleiðslu.

„Þar má nefna rök eins og eflingu atvinnu á Íslandi og þá sérstaklega atvinnu í dreifbýli og dreifðari byggðum. Um eða yfir 10 þúsund íslensk störf eru í landbúnaði eða tengd landbúnaði. Þessi störf skila ríki og sveitarfélögum tekjum eins og önnur störf. Sala innlendra afurða skilar ríkinu einnig skatttekjum. Innlend matvælaframleiðsla, þá ekki síst lambakjötsframleiðsla, er samofin einni af okkar helstu útflutningsgreinum, ferðaþjónustunni í gegnum metnaðarfulla veitingaþjónustu í heimsklassa og er þar með verulega gjaldeyrisskapandi.“

Matvælaverð mun hækka

Þá segir Guðfinna að rökin um matvælaöryggi séu höfð að engu.

„Við þurfum nefnilega ekki að framleiða neinn mat á Íslandi, við getum alltaf flutt inn mat. Ef svo illa vill til að eldgos, efnahagshrun eða önnur almenn leiðindi hamla innflutningi í einhverja daga nú þá bara borðum við fisk, fiskveiðiþjóðin! Á frekar „Trump-ískan“ hátt er sneitt snyrtilega fram hjá áhrifum hnattrænnar hlýnunar á matvælaframboð og matvælaverð á alþjóðlegum markaði.“

Guðfinna nefnir að á næstu árum og áratugum sé því spáð af helstu sérfræðingum í loftslagsmálum að stórir hlutar heimsins, þar sem nú er framleiddur matur, verði óhæfir til matvælaframleiðslu vegna þurrka, ofþornunar, skógarelda eða súrnunar sjávar.

„Matarframleiðsla á öðrum svæðum mun verða mun ótryggari en nú er og uppskera minni af sömu ástæðum. Verð á matvælum mun óhjákvæmilega hækka verulega við þessar aðstæður. Matvælaöryggi snýst um að horfa fram í tímann. Það að gera grín að matvælaöryggi ætti að vera úrelt hugmyndafræði hjá menntuðum þjóðum. Enginn veit hvað átt hefur fyrr en misst hefur. Ég vona því að ef við værum að koma hér að ónumdu landi með sömu heildarupphæð í fjárlögum, myndi ekki slá þögn á salinn þegar stungið yrði upp á því að verja alvöru upphæðum til að mæta grunnþörfum.“

„Næst skal ég vera fyndin“

Guðfinna segir að þvert á móti ætti almennt að verja meira fé til stuðnings innlendri matvælaframleiðslu.

„Ég get til dæmis tekið undir það að við eigum að styrkja innlenda grænmetis-, berja- og ávaxtarækt miklu meira en gert er. Okkur ber skylda til að efla matvælaöryggi okkar þjóðar og þar með annarra þjóða en ekki grafa undan því. Við eigum að gera það með því að fjölga eggjunum í körfunni en ekki brjóta þau sem fyrir eru. Næst skal ég vera fyndin en nú er mér alvara. Veljum íslenskt!,“ segir hún að lokum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Það þarf hörmungar
Eyjan
Í gær

Alls 200 manns vantar enn til starfa á frístundaheimilin -1328 börn á biðlista – Sanna vill hækka launin

Alls 200 manns vantar enn til starfa á frístundaheimilin -1328 börn á biðlista – Sanna vill hækka launin
Eyjan
Í gær

Ýmsir sagðir koma til greina sem næsti dómsmálaráðherra: „Væri eitthvað að mér ef ég hefði ekki áhuga“

Ýmsir sagðir koma til greina sem næsti dómsmálaráðherra: „Væri eitthvað að mér ef ég hefði ekki áhuga“