fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Eyjan

Birgitta glímir við kulnun og segir árásir Pírata á sig hafa valdið bakslagi í batanum

Ágúst Borgþór Sverrisson
Föstudaginn 9. ágúst 2019 11:25

Birgitta Jónsdóttir.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Birgitta Jónsdóttir, helsti stofnandi Pírata og fyrrverandi kapteinn hreyfingarinnar, segist hafa farið útbrunnin af Alþingi en hún hafi undanfarið verið að rísa upp úr kulnuninni. Hún viðurkennir hins vegar að mikill átakafundur í flokknum fyrir skömmu, þegar gerð var tilllaga um að hún tæki sæti í trúnaðarráði flokksins og sú tillaga var síðan felld, hafi valdið henni bakslagi í batanum. Þetta kemur fram í viðtali Birgittu við Mannlíf. Á fundinum fór Helgi Hrafn Gunnarsson mjög hörðum orðum um Birgittu. Um þetta segir Birgitta í grein Mannlífs:

„Það var ákveðið áfall. Það hefði verið í lagi ef þetta hefði bara verið þessi fundur, en þetta virðist ekkert ætla að hætta. Ég hef verið að vanda mig rosalega mikið að fara ekki í manneskjurnar sem sögðu þetta, mér finnst bara asnalegt að vera í opinberum rifrildum við fyrrverandi samstarfsfólk. Auðvitað gæti ég sagt alls konar hluti en ég bara sé ekki tilganginn með því. Ef fólk á eitthvað ósagt við mig þá er síminn minn alltaf opinn og ég er mjög aðgengileg manneskja.“

Birgitta segir þó að þessi mótbyr sé smávægilegur miðað við ýmislegt sem hún hefur þurft að fara í gegnum á lífsleiðinni. Hún segir hins vegar að heiftin á umræddum fundi hafi komið sér á óvart. Eftir fundinn hefur Birgitta fundið fyrir miklum stuðning frá samstarfsfólki og óviðkomandi aðilum á meðan ýmsir innan flokksins hafa haldið áfram að gagnrýna hana harðlega. Hún segir:

„Það steyma til mín fallegar hugsanir og hlýjar kveðjur og ég finn að fólki er dálítið misboðið vegna þess að þetta virðist ekki ætla að taka neinn endi.“

Birgitta ræðir um ýmislegt persónulegt í viðtalinu, meðal annars skáldaferil sinn en þegar hún var ung hafði hún engan áhuga á stjórnmálum heldur vildi verða skáld. Hún hefur gefið út nokkrar bækur og ung að árum fékk hún fyrstu ljóðabókina sína gefna út hjá stóru forlagi. Hún segist hins vegar alltaf hafa verið öðruvísi og ekki fallið inn í hópinn, hvorki sem rithöfundur né stjórnmálamaður.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Halla Hrund stóreykur fylgi sitt – Mælist með meira fylgi en Jón Gnarr

Halla Hrund stóreykur fylgi sitt – Mælist með meira fylgi en Jón Gnarr
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Björn Jón skrifar: Ótrúlegur árangur íslenskra tæknifyrirtækja

Björn Jón skrifar: Ótrúlegur árangur íslenskra tæknifyrirtækja
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Segja tillögu Einars fela í sér „afarkjör“ og hafa verið laumað að

Segja tillögu Einars fela í sér „afarkjör“ og hafa verið laumað að
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Sigurjón skammar smákóngana í stjórnsýslunni – „Það vita allir í kerfinu af þessari fyrirstöðu en aldrei skal hróflað við Smákónginum“

Sigurjón skammar smákóngana í stjórnsýslunni – „Það vita allir í kerfinu af þessari fyrirstöðu en aldrei skal hróflað við Smákónginum“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Lindarhvoll: Leyndarhyggjan enn við lýði – svör berast seint, illa eða ekki

Lindarhvoll: Leyndarhyggjan enn við lýði – svör berast seint, illa eða ekki