fbpx
Sunnudagur 25.ágúst 2019  |

Tekjublað 2019  Sjá allt

Eyjan

Sigmundur Davíð slær til baka – Er hann að líkja Kára Stefánssyni við Donald Trump?

Máni Snær Þorláksson
Föstudaginn 2. ágúst 2019 15:40

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kári Stefánsson birti harðorðaðan pistil í dag sem fjallaði um Sigmund Davíð og þá stjórnmálaleiki sem hann hefur verið að spila. Þar fjallaði hann meðal annars um greinaskrif Sigmundar í Morgunblaðinu.

Sigmundur Davíð svaraði fyrir sig á Facebook-síðu sinni í dag.

„Fyrir skömmu birti ég tvær greinar um áhrif ímyndar- eða sýndarstjórnmála.
Ég sé að einhverjir hafa tekið því illa sem von var. Einu sinni sem oftar tjáir sýndarfólkið sig þó um eitthvað allt annað en raunverulegt innihald. Þeirra á meðal er Trump okkar Íslendinga sem enn virðist haldinn þráhyggju gagnvart mér. Sá virtist ekki hafa kynnt sér innihald greinarinnar frekar en margt annað sem hann tjáir sig um.“

Þar sem Kári birti gagnrýnina í dag, sem fjallaði að mörgu leyti um þessar tvær greinar, þá má gera ráð fyrir því að Sigmundur sé hér að líkja Kára við Bandaríkjaforsetann Donald Trump.

Ásgeir Berg heimspekinemi gagnrýndi þessi ummæli Sigmundar á Twitter.

Kári Stefánsson kallaði SDG trumpískan, svo Sigmundur kallar Kára „Trump okkar Íslendinga“. Það er örugglega hægt að segja margt um Kára, en ég held að ég geti varla ímyndað mér verri lýsingu en að kalla hann Trump. Hvað með „Viktor Frankenstein okkar Íslendinga“ eða eitthvað?“

Hér fyrir neðan má sjá færslu Sigmundar í heild sinni.

Hvað finnst þér lesandi góður, er Sigmundur að líkja Kára Stefánssyni við Trump?

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Það þarf hörmungar
Eyjan
Í gær

Alls 200 manns vantar enn til starfa á frístundaheimilin -1328 börn á biðlista – Sanna vill hækka launin

Alls 200 manns vantar enn til starfa á frístundaheimilin -1328 börn á biðlista – Sanna vill hækka launin
Eyjan
Í gær

Ýmsir sagðir koma til greina sem næsti dómsmálaráðherra: „Væri eitthvað að mér ef ég hefði ekki áhuga“

Ýmsir sagðir koma til greina sem næsti dómsmálaráðherra: „Væri eitthvað að mér ef ég hefði ekki áhuga“