fbpx
Sunnudagur 25.ágúst 2019  |

Tekjublað 2019  Sjá allt

Eyjan

Segir Siglufjörð samkeppnishæfan við Reykjavík

Máni Snær Þorláksson
Fimmtudaginn 1. ágúst 2019 16:35

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Guðmundur Kristján Jónsson segir Siglufjörð vera samkeppnishæft samfélag við Reykjavík í skoðanapistli í Fréttablaðinu í dag.

Þar talar hann um grein sem Þórarinn Hjaltason umferðarverkfræðingur skrifaði í Kjarnann á dögunum. Þar lýsir hann yfir efasemdum um áhrif fyrirhugaðrar Borgarlínu á umferðarmál í Reykjavík. Í lokaorðum greinarinnar talar Þórarinn um að betra sé að halda áfram á sömu braut í umferðarmálum og byggja þjóðvegi í borginni samhliða hæfilegum endurbótum á almenningssamgöngum.

Sömuleiðis minnist hann á forsíðufrétt Morgunblaðsins þar sem gatnamót í miðbæ Reykjavíkur eru gagnrýnd fyrir að ráða illa við umferðarþungann.

„Í umræðu um skipulagsmál snúast rökræður oft um samanburð á ólíkum borgum og kostnað við mismunandi skipulagsáætlanir. Vandinn við þessa umræðu er að hlutaðeigandi nálgast hana gjarnan á gjörólíkum forsendum. 

Það er ljóst að hluta borgarbúa finnst eftirsóknarvert búa í umhverfi sem er skipulagt út frá einkabílnum og nálgast því umræðu um skipulagsmál út frá þeirri afstöðu. 

Svo eru það hinir sem sjá borgina í öðru samhengi og líta á gatnakerfið sem einn þátt í flóknu samspili margra þátta borgarumhverfisins sem hefur afgerandi áhrif á líf og heilsu meirihluta landsmanna. Fyrir þeim eru miðborgargatnamót sem voru hönnuð með forgang gangandi vegfarenda í huga ekki mistök heldur jákvætt púsl í stærri jöfnu. 

Hið sama gildir um Borgarlínuna og væntan kostnað við hana. Fyrir þessu fólki snúast samgöngur um miklu meira en gatnakerfið og mismunandi ferðamáta.“

Guðmundur segir þetta afstætt og segir það óþarft að leita lengra en á Siglufjörð til að finna dæmi um hvernig margir ólíkir en samstilltir þættir geta gerbreytt samfélögum.

„Eflaust hafa margir hrist hausinn þegar einn athafnamaður fjárfesti milljarða í uppbyggingu á gisti-, veitinga- og afþreyingaraðstöðu samhliða fjárfestingu í líftæknifyrirtæki í rétt rúmlega þúsund manna bæ. Í gegnum 68 herbergja hótel, kaffihús, skíðasvæði og golfvöll á landsbyggðinni er erfitt að ná til baka milljarða fjárfestingum en það var ekki það sem vakti fyrir fjárfestinum. Sýn hans var mun stærri. Að skapa samkeppnishæft umhverfi í gegnum mörg ólík verkefni var markmiðið og árangurinn er einstakur. Nú örfáum árum síðar berast fréttir af hámenntuðu og reynslumiklu fólki sem flyst til Siglufjarðar til að starfa við hátæknistörf í umhverfi sem býður upp á mikil lífsgæði og fjölbreytt tækifæri. Í kjölfarið sækir líftæknifyrirtækið nú fram á alþjóðlegum mörkuðum af miklum krafti með tilheyrandi verðmætaaukningu fyrir þjóðarbúið.“

Guðmundur endar síðan pistilinn á athyglisverðri fullyrðingu. Að Siglufjörður sé samkeppnishæft samfélag við Reykjavík.

„Líkt og Siglufjörður er orðinn samkeppnishæft samfélag við Reykjavík getur höfuðborgarsvæðið orðið samkeppnishæft á alþjóðavísu ef við lítum á fjárfestingar í þágu lýðheilsu og loftslagsmála sem hluta af stærra samhengi í stað þess að horfa á borgarsamfélagið í gegnum rörsýn gatnakerfisins.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Það þarf hörmungar
Eyjan
Í gær

Alls 200 manns vantar enn til starfa á frístundaheimilin -1328 börn á biðlista – Sanna vill hækka launin

Alls 200 manns vantar enn til starfa á frístundaheimilin -1328 börn á biðlista – Sanna vill hækka launin
Eyjan
Í gær

Ýmsir sagðir koma til greina sem næsti dómsmálaráðherra: „Væri eitthvað að mér ef ég hefði ekki áhuga“

Ýmsir sagðir koma til greina sem næsti dómsmálaráðherra: „Væri eitthvað að mér ef ég hefði ekki áhuga“