fbpx
Sunnudagur 25.ágúst 2019  |

Tekjublað 2019  Sjá allt

Eyjan

Segir siðamál á Alþingi í algjörri upplausn: „Ógeðslega þjóðfélagið þar sem sumir fá greiða og flottar framkvæmdastjórastöður ef þeir þekkja rétta fólkið“

Erla Dóra Magnúsdóttir
Fimmtudaginn 1. ágúst 2019 19:00

Mynd-Hanna/DV

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Pólitískir andstæðingar sitja í dómarasæti, vísa málum frá eða skipta sér af forsendum málanna til þess að forðast rannsóknir,“ þetta segir þingmaður Pírata, Björn Leví Gunnarsson í færslu á Facebook í tilefni af áliti forsætisnefndar í Klaustursmálinu svokallaða.

„Það sem átti að efla traust á stjórnmálum hefur verið fótum troðið í sjálfsvarnarstarfsemi til að verja eigin rass eða fyrir samtrygginguna. Þrátt fyrir allt hanga þeir sem eru ábyrgir alltaf inni á þingi, þannig að varnarstarfsemin geti haldið áfram. Eina leiðin sem ég sé er að þurrka þetta lið alveg af þingi þannig að það sé hægt  komast fram hjá varnarþvælunni og fara í alvöru uppgjör.“

Þarna segist Björn Leví þó ekki við um siðareglurnar, heldur alvöru ábyrgð, ráðherraábyrgð.

„Við erum til dæmis með ráðherra sem lugu að þjóðinni í aðdraganda kosninga, földu upplýsingar og þess háttar.“

„Við erum með einhvers konar garnaflækju af samtryggingu á öllum stigum kerfisins þannig að ekkert gerist þegar fólkið „sem skiptir máli“ gerir eitthvað af sér, en ef ein kona sem er ekki í klíkunni segir „rökstuddur grunur“ þá er það brot á siðareglum. Karlinn sleppur.“

Björn minnist þess þegar Styrmir Gunnarsson sagði íslenska þjóðfélagið ógeðslegt:

„Ógeðslega þjóðfélagið þar sem sumir fá greiða og flottar framkvæmdastjórastöður ef þeir þekkja rétta fólkið en öðrum er hótað atvinnumissi ef þeir eru í röngum flokki.

Við höfum fengið þau skilaboð víða um landið að fólk þori ekki að mæta á opnu fundina okkar af ótta við að missa vinnuna. Þess háttar kúgun er ofbeldi. Ég vil því bæta um betur og segja að við búum í ógeðslegu ofbeldisþjóðfélagi þar sem fáir fá að ráða í krafti þess ofbeldis.“

Gunnar Bragi Sveinsson sagði í andmælum sínum til forsætisnefndar að hann kannaðist ekki við að hafa undirgengist siðareglurnar með undirskrift sinni. Björn man þetta þó öðruvísi.

„Spillingin, kúgunin, samtryggingin, … og allt sem kom í kjölfarið; stólahljóðin, blackoutið, ofsóknirnar og þetta … gleymdi því hvort hann skrifaði undir siðareglurnar og breytingarnar sem GBS greiddi sjálfur já atkvæði um.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Það þarf hörmungar
Eyjan
Í gær

Alls 200 manns vantar enn til starfa á frístundaheimilin -1328 börn á biðlista – Sanna vill hækka launin

Alls 200 manns vantar enn til starfa á frístundaheimilin -1328 börn á biðlista – Sanna vill hækka launin
Eyjan
Í gær

Ýmsir sagðir koma til greina sem næsti dómsmálaráðherra: „Væri eitthvað að mér ef ég hefði ekki áhuga“

Ýmsir sagðir koma til greina sem næsti dómsmálaráðherra: „Væri eitthvað að mér ef ég hefði ekki áhuga“