fbpx
Sunnudagur 25.ágúst 2019  |

Tekjublað 2019  Sjá allt

Eyjan

Gunnar fannst ekkert að því að kalla Lilju „tík“ – Segir Lilju misnota orðið ofbeldi í pólitískum tilgangi

Erla Dóra Magnúsdóttir
Fimmtudaginn 1. ágúst 2019 19:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gunnar Bragi Sveinsson, þingmaður Miðflokksins, var í áliti forsætisnefndar um Klaustursmálið talinn hafa gerst sekur um brot gegn siðareglum þingmanna.

Meðal þeirra ummæla sem brutu gegn reglunum var þegar hann kallaði menntamálaráðherra, Lilju Alfreðsdóttur, tík. Gunnar Bragi telur ekkert að orðanotkuninni, orðið sem notað til að lýsa skoðunum og teldist ekki ósiðlegt. Jafnframt sakar hann Lilju um að hafa notað málið í pólitískum tilgangi og hafa sjálf í því samhengi misnotað orðið ofbeldi“

„Hjólum í helvítis tíkina“

Í andsvari sínu til forsætisnefndar segir Gunnar Bragi að ummælin hafi átt sér rætur að rekja í vonbrigðum og reiði vegna persónulegs máls. Það sé hins vegar al íslenskt að nota slíkt orð og hafa ekki til þessa talist ósiðleg en klárlega skammarorð.“

Gunnar veltir fyrir sér hvort minnihluti siðanefndar hefði komist að sömu niðurstöðu ef um karlmann hefði verið að ræða sem kallaður hefði verið orðum á borð við hundur, asni, drullusokkur, gunga og drusla.

Á enskri tungu er orðið [tík] m.a. notað yfir óforskammaða manneskju“

Hann segir að hvort sem fólki  líki það betur eða verr þá séu þessi orð sem og mörg önnur notuð til að lýsa skoðunum.

Hann spyr svo hvort nefndin hafi kynnt sér orðfæri þingmanna í þingsal þar sem orð á borð við gunga og drusla hafi verið látin falla.

En þrátt fyrir að menntamálaráðherra hafi misnotað orðið ofbeldi í pólitískum tilgangi þá er menntamálaráðherra fyrst og fremst stjórnmálamaður sem nýtir sín tækifæri en er ágætis manneskja“

Varðandi ummæli hans um Albertínu Friðbjörgu Elíasdóttur, þingmann, segir hann að þar hafi hann virkilega verið að ræða erfiða lífsreynslu, þó svo að notkun hans á orðinu nauðgun hafi verið yfir strikið.

Það er hreint með ólíkindum að nefndin telji að frásögn af því sem verður ekki skýrt með orðum en sem lýsingu á áreiti sé brot á siðareglum. Er nefndin að hvetja til þess að slík mál séu ekki rædd af þingmönnum við vini eða kunningja ef tilefni er til?“

Jafnframt sakar hann siðanefnd og pólitíska andstæðinga um að reka málið sem hluta af pólitískri vegferð.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Það þarf hörmungar
Eyjan
Í gær

Alls 200 manns vantar enn til starfa á frístundaheimilin -1328 börn á biðlista – Sanna vill hækka launin

Alls 200 manns vantar enn til starfa á frístundaheimilin -1328 börn á biðlista – Sanna vill hækka launin
Eyjan
Í gær

Ýmsir sagðir koma til greina sem næsti dómsmálaráðherra: „Væri eitthvað að mér ef ég hefði ekki áhuga“

Ýmsir sagðir koma til greina sem næsti dómsmálaráðherra: „Væri eitthvað að mér ef ég hefði ekki áhuga“