fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Eyjan

Eva Lind: „Þetta er ormagryfja og ég gat ekki barist þarna lengur“ – Píratar með undirskriftasöfnun vegna aðfarar að Birgittu

Ágúst Borgþór Sverrisson
Föstudaginn 26. júlí 2019 14:51

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það fer ekki framhjá neinum að mikil átök geisa innan Píratahreyfingarinnar á Íslandi. Fyrir flesta sem standa fyrir utan er erfitt að átta sig á átökunum því ekki er hægt að lýsa þeim einfaldlega sem baráttu tveggja eða fleiri hreyfinga. Að mati þeirra sem hafa sagt skilið við flokkinn eftir átök eru vandamálin fólgin í ofbeldismenningu sem fær að grassera innan flokksins.

Nýlegur átakafundur þar sem greidd voru atkvæði um setu í fulltrúa ráði flokksins hefur vakið mikla athygli. Þar var tillaga um sæti til hana Birgittu Jónsdóttur, helsta stofnanda flokksins, í ráðinu, kolfelld. Myndband með eldræðu Helga Hrafns Gunnarssonar, þar sem hann réðst harkalega að Birgittu, lak út af fundinum til fjölmiðla, og vakti mikla athygli.

Framganga Helga Hrafns í ræðunni hefur verið gagnrýnd harðlega, einnig af fólki sem taldi ekki tímabært eða eðlilegt að Birgitta tæki sæti í fulltrúaráðinu. Hafa margir sagt þessa ræðu vera bara eitt dæmi af ótalmörgum um ofbeldismenningu innan flokksins.

Núna hefur hópur Pírata stigið fram til að mótmæla þessari aðför að Birgittu og almennt því sem fram fór á þessum fundi. Undirskriftasöfnunin „Ekki í mínu nafni“ fer fram á is.petitions.net og í texta síðunnar segir:

„Við undirrituð, félagar í Pírötum, hörmum þá atburðarás sem átti sér stað á félagsfundi mánudaginn 15. júlí síðastliðinn.Umræddur fundur var félagsfundur og auglýstur sem slíkur og hvergi í fundarboði kom fram að persónulegt uppgjör milli nokkurra félagsmanna skyldi eiga sér stað.

Þingmenn Pírata og annað valdafólk innan flokksins sem tóku til máls á fundinum fóru offari gegn einum félagsmanni. Sú opinbera aðför, óháð því hvaða stöðu umræddur félagsmaður gegndi áður og hvað kann að hafa farið aðila á milli fyrr, er með öllu ólíðandi.Öllum skal sýnd kurteisi og virðing, sérstaklega þegar rætt er um og/eða talað til ákveðinna einstaklinga.

Framkoma þeirra sem fóru offari á fyrrnefndum fundi er ámælisverð, engum til gagns, og ber að fordæma.Þá skyldi ekki líta hjá stöðu þeirra sem um ræðir, en það traust sem fulltrúum grasrótar á Alþingi er falið er ekki sjálfsagður hlutur og bíður eðlilega hnekki, innan hreyfingarinnar sem utan, þegar komið er fram með þessum hætti.“

„Þetta er mjög ofbeldisfull hreyfing“

Umræður um menninguna í Pírötum eru umfangsmiklar á netinu og meðal þeirra sem þar hafa tjáð sig með mjög hreinskilnum hætti er Eva Lind – Eva Ísfold Lind Þuríðardóttir – sem hefur gegnt ýmsum trúnaðarstörfum fyrir flokkinn en hefur ekki gegnt neinum embættum fyrir Pírata síðan 2016. DV hafði samband við hana og freistaði þess að fá innsýn í stöðuna:

„Í stuttu máli þá voru nokkrir aðilar sem vildu koma óánægju sinni á framfæri og fannst þeim sjálfir beittir ofbeldi á þessum fundi. Ég styð við svoleiðis – reyni að sigla í jafnvægi – hef reynt að gera það fyrir þennan flokk í opinberum illa launuðum og ólaunuðum störfum í gegnum tíðina,“ segir Eva Lind. Hún hefur hins vegar efasemdir um að undirskriftasöfnun sem er öllum opin sé heppilegasti vettvangurinn til að koma þessari óánægju á framfæri. Sem breytir því ekki að þessar raddir þurfi að heyrast.

„Stundum er bara ekki hægt að þegja yfir hverju sem er. Ef allt þetta hefði stoppað með því að þessi upptaka af Helga lak út til fjölmiðla, ef ekki befði birst blaðagrein eftir blaðagrein til höfuðs Birgittu, sem sumar hverjar voru mjög rætnar og persónulegar, þar sem persónan er jafnvel sjúkdómsgreind í fjölmiðlum. Ef það allt hefði ekki gerst hefði ég horft fram hjá þessari uppákomu og látið þetta líða hjá,“ segir Eva Lind.

Eva Lind segir gífurlegt andlegt ofbeldi vera stundað innan Pírata. „Þetta er mjög ofbeldisfull hreyfing. Þetta er ormagryfja og ég gat ekki barist þarna lengur. Ég er uppalin í Valhöll og þekki menninguna í Sjálfstæðisflokknum. En hún er hátíð miðað við þetta. Aldrei nokkurn tíma hefur verið drullað jafnmikið yfir mig né ég kölluð jafnmörgum ljótum nöfnum í nokkrum hópi,“ segir Eva Lind.

Hún segir jafnframt að andstæðingar Birgittu í flokknum hafi allt of mikið látið átökin í flokknum snúast um hana. En Birgitta sé ekki aðalatriðið. „Hættum að tala um Birgittu. Birgitta er vinkona mín og hún er pólitísk eldflaug og slíkar eru vandmeðfarnar. En þetta snýst ekki um hana.“

Eva Lind segir að meðal annars hafi verið ráðist að henni fyrir að hún taldist ekki nógu mikill feministi, af því hún vildi fara aðrar leiðir í jafnréttisumræðum en sumir innan hreyfingarinnar. Gífurleg heift, í raun hatur, hafi einkennt þá framkomu í garð hennar.

Eva Lind segir að á meðan baktal og flokkadrættir eigi sér stað í öðrum flokkum sé það sem fram fari í Pírötum einelti og andlegt ofbeldi af hörðustu gerð.

„Fólki er ekki boðið í partý, því er fleygt út hópum og það er útilokað,“ segir hún.

Ástæðurnar fyrir þessari ofbeldismenningu eru flóknar og efni í lengri skrif. Af Evu Lind má þó skilja að í Pírötum sé samankomið of margt fólk sem höndli ekki valdabaráttu og pólitísk átök. Hún segir að erfitt sé að stíga fram með gagnrýni sína:

„Það er mjög erfitt fyrir mig að tjá mig um þessai mál í fjölmiðlum en það er bara ekki hægt að þegja yfir þessu ástandi. Það mun ekki lagast með þögninni.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Orðið á götunni: Katrín vildi Geir Haarde í fangelsi – hefur ekki beðist afsökunar

Orðið á götunni: Katrín vildi Geir Haarde í fangelsi – hefur ekki beðist afsökunar
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Varaþingmaður Samfylkingarinnar yfirgefur flokkinn – Segir Samfylkinguna hafa sofnað á mannréttindavaktinni

Varaþingmaður Samfylkingarinnar yfirgefur flokkinn – Segir Samfylkinguna hafa sofnað á mannréttindavaktinni
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Sigmundur Ernir skrifar: Flokkurinn sem yfirgaf sjálfan sig

Sigmundur Ernir skrifar: Flokkurinn sem yfirgaf sjálfan sig
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Sjálfstæðismenn aðeins einu sinni fengið sinn forseta – sá var fyrrverandi formaður Alþýðubandalagsins

Ólafur Þ. Harðarson: Sjálfstæðismenn aðeins einu sinni fengið sinn forseta – sá var fyrrverandi formaður Alþýðubandalagsins
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Katrín með forskot á Baldur – Halla Hrund sækir í sig veðrið

Katrín með forskot á Baldur – Halla Hrund sækir í sig veðrið
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Kúrekar og jakkafatalakkar Alþingis – „Fólkið í fínu fötunum, með fínu skoðanirnar og fínu brosin“

Kúrekar og jakkafatalakkar Alþingis – „Fólkið í fínu fötunum, með fínu skoðanirnar og fínu brosin“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Maskína: Alvarleg staða hjá 70 prósent þjóðarinnar – verðbólga og vextir vandinn

Maskína: Alvarleg staða hjá 70 prósent þjóðarinnar – verðbólga og vextir vandinn
Eyjan
Fyrir 6 dögum

800 milljóna halli en þokast í rétta átt

800 milljóna halli en þokast í rétta átt