fbpx
Mánudagur 19.ágúst 2019  |
Eyjan

Grikki sem vill kaupa Vigur dregur tilboð sitt til baka

Ritstjórn Eyjunnar
Þriðjudaginn 23. júlí 2019 17:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eyjan greindi frá því í síðustu viku að ólíklegt væri að eyjan Vigur í Ísafjarðadjúpi yrði keypt af Grikkja nokkrum sem hafði lagt fram tilboð í eyna, sem hefur verið til sölu fyrir um 320 milljónir síðan í fyrra.

Sjá nánar: Kaup útlendings á Vigur í uppnámi ? – Kaupandinn ekki Jim Ratcliffe

Greint er frá því á vef bb.is í dag að hann hafi dregið tilboð sitt til baka, en Davíð Ólafsson, fasteignasali hjá Borg í Reykjavík, segir að viðkomandi sé þó ekki endilega hættur við kaupin, heldur hafi reglur um sóttkví fyrir hunda truflað hann.

Þrír aðilar eru áhugasamir um kaupin á Perlunni í Djúpinu, og kanna möguleika á fjármögnun, en Davíð segir að áhuginn hafi magnast eftir umfjöllun í fjölmiðlum. Hinsvegar hafi áhugi landsmanna á að selja jarðir sínar einnig aukist.

Haft er eftir Davíð að útlendingar setji einnig fyrir sig strangar reglur um þyrluflug, því það sé ferðamáti sem þeir kjósi gjarnan:

„Í friðlandinu norðan Djúps má þyrla ekki snerta jörð og Vigur er friðlýst á ákveðnum tíma árs. Þessir erlendu aðilar vilja geta notað þennan ferðamáta.“

Bæjarráð Ísafjarðarbæjar bíður enn eftir viðbrögðum ríkisstjórnarinnar varðandi vilja sinn og áskorun um að ríkið kaupi Vigur, en sú afstaða var ítrekuð á fundi ráðsins í gær.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Er Framsókn að gefa eftir? – Óvænt útspil ritara flokksins

Er Framsókn að gefa eftir? – Óvænt útspil ritara flokksins
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Gunnar Smári ósáttur: Tveir menn eiga ekki að kosta borgarbúa 75 milljónir króna á ári

Gunnar Smári ósáttur: Tveir menn eiga ekki að kosta borgarbúa 75 milljónir króna á ári
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Allir í starfshópnum búsettir á höfuðborgarsvæðinu

Allir í starfshópnum búsettir á höfuðborgarsvæðinu
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Arnþrúður gagnrýnir aðgerðarleysi stjórnvalda – „Fyr­ir neðan all­ar hell­ur“

Arnþrúður gagnrýnir aðgerðarleysi stjórnvalda – „Fyr­ir neðan all­ar hell­ur“
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Davíð Oddsson gáttaður á Bjarna Ben – „Skaðlegt þegar meiri­hluti kjós­enda tel­ur að full­trú­ar sín­ir taki ekki leng­ur til­lit til skoðana sinna“

Davíð Oddsson gáttaður á Bjarna Ben – „Skaðlegt þegar meiri­hluti kjós­enda tel­ur að full­trú­ar sín­ir taki ekki leng­ur til­lit til skoðana sinna“
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Sigurjón segir Jóhannes Þór vera í skítadjobbi: „Hann hefur engu gleymt“

Sigurjón segir Jóhannes Þór vera í skítadjobbi: „Hann hefur engu gleymt“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Svört skýrsla ASÍ: Brotastarfsemi og jaðarsetning á íslenskum vinnumarkaði að aukast

Svört skýrsla ASÍ: Brotastarfsemi og jaðarsetning á íslenskum vinnumarkaði að aukast
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Guðfinna les yfir Guðmundi: „Nú er mér alvara“ – Enginn veit hvað átt hefur fyrr en misst hefur

Guðfinna les yfir Guðmundi: „Nú er mér alvara“ – Enginn veit hvað átt hefur fyrr en misst hefur