fbpx
Sunnudagur 25.ágúst 2019  |

Tekjublað 2019  Sjá allt

Eyjan

Niðurstöður skoðanakönnunar mjög óvenjulegar: Miðflokkurinn með hátt í tvo þriðjunga atkvæða en Píratar ná ekki einni prósentu

Jón Þór Stefánsson
Mánudaginn 22. júlí 2019 20:38

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Miðflokkurinn mælist langstærstur með 62.4% og Flokkur Fólksins næst stærstur með 19.1%. Athygli vekur að Píratar mælast með einungis 0.9% fylgi, en það verður að teljast hreint ótrúlegt.

Þetta kemur fram í nýrri könnun sem fram fór á vefsíðu Útvarp Sögu. En þessar tölur verða að teljast afar ólíkar þeim tölum sem birtast í öðrum skoðanakönnunum.

þátttakendur voru spurðir „Hvaða flokk myndir þú kjósa ef gengið yrði til Alþingiskosninga í dag?“

MMR birti til að mynda niðurstöður úr könnun þann 19. júlí þar sem svör voru ansi ólík þeim sem birtast hjá útvarp Sögu.

Einhverjar líkur eru á því að niðurstöður skoðanakönnunar Útvarp Sögu endurspegli frekar skoðanir hlustendahóps Útvarps Sögu frekar enn skoðanir almennings.

Hér að neðan má sjá samanburð á tölum úr könnun MMR annarsvegar og könnun Útvarp Sögu hinsvegar

Fylgi Sjálfstæðisflokksins mældist í könnun MMR 19.0% en mældist 6.5% í könnun Útvarp Sögu.

Fylgi Pírata mældist í könnun MMR 14.9% en mældist 0.9% í könnun Útvarp Sögu.

Fylgi Miðflokksins mældist í könnun MMR 14.4% en mældist 62.4% í könnun Útvarp Sögu.

Fylgi Samfylkingarinnar mældist í könnun MMR 13.5% en mældist 2.1% í könnun Útvarp Sögu.

Fylgi Vinstri grænna mældist í könnun MMR 10.3% en mældist 0.4% í könnun Útvarp Sögu.

Fylgi Viðreisnar mældist í könnun MMR 9.7% en mældist 0.4% í könnun Útvarp Sögu.

Fylgi Framsóknarflokksins mældist í könnun MMR 8.4% en mældist 1.3% í könnun Útvarp Sögu.

Fylgi Flokks fólksins mældist í könnun MMR 4.8% en mældist 19.1% í könnun Útvarp Sögu.

Fylgi Sósíalistaflokks Íslands mældist í könnun MMR 4.3% en mældist 2.3% í könnun Útvarp Sögu.

Fylgi annarra flokka mældist í könnun MMR 0.8% en mældist 5.3% í könnun Útvarp Sögu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Alls 200 manns vantar enn til starfa á frístundaheimilin -1328 börn á biðlista – Sanna vill hækka launin

Alls 200 manns vantar enn til starfa á frístundaheimilin -1328 börn á biðlista – Sanna vill hækka launin
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Ýmsir sagðir koma til greina sem næsti dómsmálaráðherra: „Væri eitthvað að mér ef ég hefði ekki áhuga“

Ýmsir sagðir koma til greina sem næsti dómsmálaráðherra: „Væri eitthvað að mér ef ég hefði ekki áhuga“