fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Eyjan

Styrmir vill að Sjálfstæðismenn safni undirskriftum gegn Orkupakka 3

Ágúst Borgþór Sverrisson
Sunnudaginn 21. júlí 2019 13:54

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Styrmir Gunnarsson, fyrrverandi ritstjóri Morgunblaðsins, segir tímabært að greiða atkvæði á meðal flokksbundinna Sjálfstæðismanna um hvort flokkurinn eigi að styðja frumvarp um Orkupakka 3. Styrmir segir þetta á bloggsíðu sinni og vitnar í skipulagsreglur flokksins:

„Í 6. grein skipulagsreglna Sjálfstæðisflokksins segir m.a.:

„…Miðstjórn er skylt að láta fara fram almenna kosningu meðal flokksmanna um tiltekin málefni berist skrifleg ósk um það frá a.m.k. 5000 flokksbundnum félagsmönnum og af þeim skulu ekki færri en 300 flokksmenn koma úr hverju kjördæmi landsins.“

Þessar reglur eru skýrar. Þeim er ekki hægt að stinga undir stól.“

Umræður um orkupakkann eiga að hefjast að nýju í ágúst en málinu var frestað fyrir síðustu þinglok. Styrmir vill að næstu vikur verði notaðar til að safna 5000 undirskriftum og knýja þannig fram atkvæðagreiðslu:

„Það blasir við að andstæðingar orkupakka 3 innanSjálfstæðisflokksins noti næstu vikur til að safna þessum fjölda undirskrifta og knýi með því fram atkvæðagreiðslu meðal allra flokksbundinna meðlima um málið.

Sjálfstæðisflokkurinn er lýðræðislegur stjórnmálaflokkur.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Inga Sæland herská – Kallar eftir stuðningi á þingpöllunum

Inga Sæland herská – Kallar eftir stuðningi á þingpöllunum
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Guðjón Auðunsson: Verðið á íslensku fasteignafélögunum er allt of lágt

Guðjón Auðunsson: Verðið á íslensku fasteignafélögunum er allt of lágt
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Björn Jón skrifar: Grýlur sem ýla hræðilega

Björn Jón skrifar: Grýlur sem ýla hræðilega
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Guðjón Auðunsson: Ef markmiðið er að fækka um eina kaffivél er sameiningin tilgangslaus

Guðjón Auðunsson: Ef markmiðið er að fækka um eina kaffivél er sameiningin tilgangslaus