fbpx
Sunnudagur 25.ágúst 2019  |

Tekjublað 2019  Sjá allt

Eyjan

Davíð áskilur sér málfrelsi og virðist ætla að sitja sem fastast í ritstjórastóli

Ágúst Borgþór Sverrisson
Laugardaginn 20. júlí 2019 13:28

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Davíð Oddsson, annar tveggja ritstjóra Morgunblaðsins, undrast umræðu í samfélaginu um að hann eigi ekki að tjá sig með svo afdráttarlausum hætti sem hann hefur gert í skrifum sínum. Skrif Davíðs hafa vakið mikla athygli og valdið titringi  enda hefur hann beint spjótum að stefnu Sjálfstæðisflokksins og gagnrýnt harðlega afstöðu flokksins til þriðja orkupakkans og fleiri mála. Hefur Davíð verið á öndverðum meiði við marga gamla félaga úr pólitíkinni, til dæmis Björn Bjarnason og Halldór Blöndal. Davíð spyr hvort því fólki sé alvara sem vilji setja hömlur á málfrelsi hans sem ritstjóra. Hann fjallar stuttlega um þetta í fjölbreyttu Reykjavíkurbréfi dagsins:

Í september nk. verða 10 ár síðan við Haraldur Johannessen tókum við ritstjórn Morgunblaðsins. Sá tími hefur liðið hratt og hvern dag göngum við til starfs glaðbeittir og fullir af tilhlökkun. Fyrir hatt bréfritara er skrítið að heyra eða sjá raddir um að ritstjórar Morgunblaðsins ættu ekki að skipta sér af umræðu dægurmála og þar með því sem snýr að stjórnmálalegri umræðu. Er þessu fólki alvara? Varla hefði Bjarni Benediktsson (eldri) haft mikinn skilning á slíku hjali, en hann hvarf úr ráðherrastól í ritstjórastól Morgunblaðsins og gegndi áfram þingmennsku og flutti sig svo úr ritstjórastól yfir í ráðherrastól þremur árum síðar, en sat áfram í stjórn Árvakurs, útgáfufélags Morgunblaðsins. Slík blanda ritstjórnar og stjórnmála myndi ekki tíðkuð í dag, en það voru aðrir tímar og Bjarna fór hún vel og samdóma álit að bæði, Bjarni og blað, hafi notið góðs af.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Alls 200 manns vantar enn til starfa á frístundaheimilin -1328 börn á biðlista – Sanna vill hækka launin

Alls 200 manns vantar enn til starfa á frístundaheimilin -1328 börn á biðlista – Sanna vill hækka launin
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Ýmsir sagðir koma til greina sem næsti dómsmálaráðherra: „Væri eitthvað að mér ef ég hefði ekki áhuga“

Ýmsir sagðir koma til greina sem næsti dómsmálaráðherra: „Væri eitthvað að mér ef ég hefði ekki áhuga“