fbpx
Sunnudagur 25.ágúst 2019  |

Tekjublað 2019  Sjá allt

Eyjan

Yfirmaður hjá Seðlabankanum fékk háan styrk frá bankanum til að stunda nám í Bandaríkjunum

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 19. júlí 2019 08:00

Hús Seðlabankans við Kalkofnsveg.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í greinargerð Seðlabankans til úrskurðarnefndar um upplýsingamál kemur fram að Ingibjörg Guðbjartsdóttir, þáverandi framkvæmdastjóri gjaldeyriseftirlits Seðlabankans, hafi fengið háan fjárstyrk frá bankanum til að stunda nám í Bandaríkjunum 2016 og 2017. Hún fór í leyfi í júlí 2016 til að stunda MPA-nám í opinberri stjórnsýslu við Harvard-háskólann. Slíkt nám kostar rúmlega 8,3 milljónir á núverandi gengi. Ingibjörg sneri aftur til starfa árið 2017, en aðeins í skamman tíma, áður en hún þáði starf hjá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum.

Fréttablaðið skýrir frá þessu í dag en blaðið hefur mánuðum saman reynt að fá skriflegan samning Seðlabankans við Ingibjörgu afhentan og hefur úrskurðarnefnd um upplýsingamál úrskurðað að Seðlabankanum beri að láta blaðinu umræddan samning í té. Bankinn hefur krafist frestunar á því þar sem hann stefni á að fara með málið fyrir dómstóla.

Seðlabankinn hafði áður neitað DV um þessar upplýsingar um hvort bankinn hefði greitt fyrir nám Ingibjargar og bar við persónuverndarsjónarmiðum.

Sjá einnig: Ingibjörg í ársleyfi frá Seðlabankanum

Sjá einnig: Neita að upplýsa kostnað við Harvard-nám framkvæmdastjóra

Í umfjöllun Fréttablaðsins í dag kemur fram að fjárstyrkurinn hafi verið eiginlegur starfslokasamningur sem byggði á munnlegu samkomulagi Más Guðmundssonar, seðlabankastjóra, við Ingibjörgu en samningurinn var gerður 2012.

Í greinargerð sem Seðlabankinn lagði fyrir úrskurðarnefndina kemur fram að samningurinn hafi upphaflega kveðið á um styrk sem næmi einum árslaunum eða í raun og veru 12 mánaða uppsagnarfresti án vinnuframlags. Bankinn hafi síðan haft frumkvæði að að samningurinn hljóðaði upp á námsstyrk og hlutfall af launum.

Ingibjörg sagði upp störfum í árslok 2017 þegar hún hafði lokið náminu.

Fréttablaðið segir að námið kosti rúmlega 8,3 milljónir króna, með skólagjöldum, á núverandi gengi. Blaðið segist hafa heimildir fyrir að verðmæti samningsins sé mun hærra.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Alls 200 manns vantar enn til starfa á frístundaheimilin -1328 börn á biðlista – Sanna vill hækka launin

Alls 200 manns vantar enn til starfa á frístundaheimilin -1328 börn á biðlista – Sanna vill hækka launin
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Ýmsir sagðir koma til greina sem næsti dómsmálaráðherra: „Væri eitthvað að mér ef ég hefði ekki áhuga“

Ýmsir sagðir koma til greina sem næsti dómsmálaráðherra: „Væri eitthvað að mér ef ég hefði ekki áhuga“