fbpx
Sunnudagur 25.ágúst 2019  |

Tekjublað 2019  Sjá allt

Eyjan

„Fólk sem er ekki sjálfstæðisfólk, það er ekki fólk“

Karl Garðarsson
Föstudaginn 19. júlí 2019 14:33

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vilhjálmur Bjarnason, fyrrverandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir að Sjálfstæðisflokkurinn sé ekki ruslflokkur, eins og hann orðar það í grein í Morgunblaðinu í dag.  Hins vegar sé  „einhver brestur í borgaralegum öflum þessa lands.“ Líta verður á greinina sem hvatningu til flokksfélaga hans að standa saman.

Hann bendir á að í heil 90 ár hafi borgaraleg öfl átt skjól í Sjálfstæðisflokknum. Nú sé hins vegar verið að skapa ágreining innan flokksins um orkumál. Málið snúist um væntanlegar valdheimildir Orkustofnunar til að hemja orkurisa á Íslandi. Það séu Landsvirkjun, Orka náttúrunnar og Landsnet. Vilhjálmur vill meina að þar sé ýmsu snúið á hvolf. Orkustofnun sé til dæmis gerð að samevrópskri stofnun sem komi málið ekki við.

Hann hvetur borgaraleg öfl til að standa saman og segir að landsfundur Sjálfstæðisflokksins geti ekki sett fram ófrávíkjandi kröfur á sitt fólk. Fundurinn sé til að efla samstöðu, en ekki skapa sundrung með því að niðurlægja þá sem ekki eru algjörlega sammála. Þá hafi landsfundarfulltrúar oft takmarkaðar upplýsingar um ákveðin mál sem verið er að afgreiða og taka verði tillit til þess.

Vilhjálmur Bjarnason klikkir út með því að vitna í Guðbjart bónda:

„Maður fer á mis við lífið
þángaðtil maður er sjálfstæður
Fólk sem er ekki sjálfstæðisfólk
það er ekki fólk.“

Þessi grein kemur á sama tíma og ný könnun MMR sýnir fylgi Sjálfstæðisflokksins í sögulegu lágmarki, en flokkurinn mælist nú með 19% fylgi. Svo virðist sem það hafi færst yfir á Miðflokkinn sem mælist nú með 14,4% fylgi. Miðflokkurinn hefur gagnrýnt orkupakkann mjög á þingi, á meðan þingmenn Sjálfstæðisflokksins hafa stutt hann.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Alls 200 manns vantar enn til starfa á frístundaheimilin -1328 börn á biðlista – Sanna vill hækka launin

Alls 200 manns vantar enn til starfa á frístundaheimilin -1328 börn á biðlista – Sanna vill hækka launin
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Ýmsir sagðir koma til greina sem næsti dómsmálaráðherra: „Væri eitthvað að mér ef ég hefði ekki áhuga“

Ýmsir sagðir koma til greina sem næsti dómsmálaráðherra: „Væri eitthvað að mér ef ég hefði ekki áhuga“