fbpx
Sunnudagur 25.ágúst 2019  |

Tekjublað 2019  Sjá allt

Eyjan

Brynjar: „Of langt gengið að krefjast þess að erlendir jarðakaupendur búi hérlendis“

Karl Garðarsson
Fimmtudaginn 18. júlí 2019 11:03

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir að skiptar skoðanir séu um breytingar á lögum um jarðakaup útlendinga meðal sjálfstæðismanna. Brynjar sagðist í samtali við DV vera opinn fyrir breytingum á lögunum, en takmörk væru fyrir því hversu langt væri hægt að ganga, enda yrðu menn að líta til eignaréttarins. Þegar hann var spurður hvort hann gæti samþykkt skilyrði um að eigendur jarða hérlendis byggju á þeim og hefðu þar lögheimili var svarið: „Nei, það væri aðeins of langt gengið.“

Slíkar hugmyndir komu einmitt fram í tillögum starfshóps sem skilaði tillögum um eignarhald bújarða síðasta haust. Sú vinna verður væntanlega lögð til grundvallar í vinnu að frumvarpi, sem Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, vonast til að lagt verði fram í haust.  Haft var eftir Katrínu Jakobsdóttur, forsætisráðherra fréttum RÚV í gærkvöldi að breiður pólitískur vilji væri  til að takmarka jarðakaup auðmanna hér á landi. Það eigi ekki að líta á land sem hverja aðra vöru eða þjónustu.

Þó breið samstaða sé um að herða reglur, þá er ljóst að sjálfstæðismenn munu spyrna við fótum telji þeir of langt gengið. Brynjar segir að málið hafi ekki verið rætt í þingflokknum nýlega. Það hafi hins vegar verið gert á sínum tíma og þá hafi verið deildar meiningar um hversu langt ætti að ganga. Nauðsynlegt sé að hafa reglur og takmarkanir, en menn séu ekki endilega tilbúnir til að ganga mjög langt.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Alls 200 manns vantar enn til starfa á frístundaheimilin -1328 börn á biðlista – Sanna vill hækka launin

Alls 200 manns vantar enn til starfa á frístundaheimilin -1328 börn á biðlista – Sanna vill hækka launin
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Ýmsir sagðir koma til greina sem næsti dómsmálaráðherra: „Væri eitthvað að mér ef ég hefði ekki áhuga“

Ýmsir sagðir koma til greina sem næsti dómsmálaráðherra: „Væri eitthvað að mér ef ég hefði ekki áhuga“