fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Eyjan

Bjarni hættir ekki

Karl Garðarsson
Fimmtudaginn 18. júlí 2019 09:16

Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Baldvin Jónsson, tengdafaðir Bjarna Benediktssonar formanns Sjálfstæðisflokksins, furðar sig á þeim sem kynda undir þeirri umræðu að Bjarni sé að hætta sem formaður flokksins í haust. Orðrétt segir Baldvin í Facebook færslu í gærkvöldi:

„Nafnlaust fólk fjallar um að stjórnmálamaður sé að hætta störfum. Svo er reynt að ala á allskyns tortryggni í garð viðkomandi, allt meira og minna byggt á dylgjum sem ill mögulegt er að stöðva enda svomikið bull á ferðinni. Svo er efnt til skoðanakannanna þar sem spurt er hvort fólk telji að viðkomandi sé að hætta í stjórnmálum? Viðkomandi kannast ekki við það en samt heldur fólk áfram með sora, dylgjur og ómerkilegheit. Er ekki í lagi með okkur þessa annars ágætu Þjóð? Eða er hún það ekki svona upp til hópa?“

Yfirlýsing Baldvins er í samræmi við þær upplýsingar sem DV hefur fengið. Ekkert bendi til þess að Bjarni Benediktsson ætli að láta af embætti sem formaður Sjálfstæðisflokksins á næstunni. Hvað gerist á landsfundi flokksins á næsta ári er kannski annað mál. Heimildamenn DV benda líka á að stjórnarsamstarfið hafi gengið mjög vel og að það sé „mjög sterkt lím“ á milli formanna flokkanna. Þannig sé áhugi á áframhaldandi samstarfi, nái flokkarnir nauðsynlegu fylgi í næstu kosningum.

Sjá einnig: Bjarni Benediktsson sagður ætla að hætta í stjórnmálum í haust

Sjá einnig: Bjarni Ben:„Það er enn margt sem mig langar til að koma í framkvæmd“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Guðjón Auðunsson: Verðið á íslensku fasteignafélögunum er allt of lágt

Guðjón Auðunsson: Verðið á íslensku fasteignafélögunum er allt of lágt
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Orðið á götunni: Birgir í klemmu

Orðið á götunni: Birgir í klemmu
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Jóhann Páll skrifar: Höggvum á skriffinnsku í heilbrigðiskerfinu

Jóhann Páll skrifar: Höggvum á skriffinnsku í heilbrigðiskerfinu
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Jón Gnarr um framboð Katrínar – „Þetta stríðir gegn einhverju sem mér finnst eðlilegt og rétt“

Jón Gnarr um framboð Katrínar – „Þetta stríðir gegn einhverju sem mér finnst eðlilegt og rétt“