fbpx
Mánudagur 19.ágúst 2019  |
Eyjan

Píratarnir og hin mislukkaða endurkoma Birgittu

Egill Helgason
Miðvikudaginn 17. júlí 2019 11:05

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þeir njóta sjaldnast eldanna sem fyrstir kveikja þá. Ég veit ekki hvort þetta á alveg við um Birgittu Jónsdóttur og Pírataflokkinn. Birgitta kom inn í stjórnmálin eins og stormsveipur eftir hrun, boðaði nýjar hugmyndir og nýjar aðferðir, fyrst stofnaði hún Borgarahreyfinguna sem varð síðan að Hreyfingunni – svo lét hún sig hverfa þaðan og stofnaði hreyfingu Pírata.

Píratar urðu fljótt býsna stórir og öflugir. Það var ekki bara Birgittu að þakka – innan Pírata fóru að starfa sterkir stjórnmálamenn eins og Helgi Hrafn Gunnarsson og síðar Þórhildur Sunna Ævarsdóttir.

En það voru eilífar deilur innan hópsins þótt þær færu ekki sérlega hátt. Það heyrðust fréttir um grátköst og nánast taugaáföll. Vinnustaðasálfræðingur var fenginn til að reyna að koma skikki á málin. En loks fór það svo að Birgitta lét sig hverfa á braut. Kannski lætur henni betur að koma hlutum af stað en að fylgja þeim eftir til langs tíma?

Birgitta hefur ekki legið á liði sínu við að gagnrýna Pírata. Henni finnst þeir orðnir stofnanalegir. Á sinn hátt hljóta það að verða örlög allra flokka. Píratar munu varla lifa að eilífu í núverandi mynd – sumpart finnst manni þeir liggja býsna nálægt Samfylkingunni. Vera sósíaldemókratar með mikla áherslu á mannréttindamál. Fyrir Birgittu er þetta máski ekki nógu róttækt. Hún hefur á sinn hátt verið nær einhvers konar anarkisma – og er í tengslum við róttæk öfl víða um heim.  Ætli megi ekki segja að Birgitta sé sá íslenskur pólitíkus sem er hvað þekktastur á alþjóðavettvangi?

Birgitta lýsti því yfir fyrir borgarstjórnarkosningarnar í fyrra að hún ætlaði að kjósa Sósíalistaflokkinn. Svo var vináttan orðin lítil milli hennar og forystusveitar Píratanna. Nú í vikunni reyndi hún að komast aftur inn í forystu Píratahreyfingarinnar. Henni var hafnaði í atkvæðagreiðslu á fundi sem var býsna skrautlegur. Fundarmenn voru þó altént að segja hug sinn.

En í rauninni er það sjaldgæft að endurkoma sterkra stjórnmálamanna eins og Birgittu takist. Þeir sem taka við keflinu eru yfirleitt ekki hrifnir af slíkum endurkomum.

Og eins og Stefán Pálsson bendir á í færslu á Facebook:

„Kynnti nánast endurkomu sína eins og að hún ætlaði að „bjarga“ flokknum eða hjálpa honum að endurheimta sál sína. Slíkt upplegg er varla til vinsælda fallið. Annars væri gaman að reyna að rifja upp dæmi um velheppnaða endurkomu í pólitíkina. Það yrði varla langur listi.“

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Er Framsókn að gefa eftir? – Óvænt útspil ritara flokksins

Er Framsókn að gefa eftir? – Óvænt útspil ritara flokksins
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Gunnar Smári ósáttur: Tveir menn eiga ekki að kosta borgarbúa 75 milljónir króna á ári

Gunnar Smári ósáttur: Tveir menn eiga ekki að kosta borgarbúa 75 milljónir króna á ári
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Allir í starfshópnum búsettir á höfuðborgarsvæðinu

Allir í starfshópnum búsettir á höfuðborgarsvæðinu
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Arnþrúður gagnrýnir aðgerðarleysi stjórnvalda – „Fyr­ir neðan all­ar hell­ur“

Arnþrúður gagnrýnir aðgerðarleysi stjórnvalda – „Fyr­ir neðan all­ar hell­ur“
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Davíð Oddsson gáttaður á Bjarna Ben – „Skaðlegt þegar meiri­hluti kjós­enda tel­ur að full­trú­ar sín­ir taki ekki leng­ur til­lit til skoðana sinna“

Davíð Oddsson gáttaður á Bjarna Ben – „Skaðlegt þegar meiri­hluti kjós­enda tel­ur að full­trú­ar sín­ir taki ekki leng­ur til­lit til skoðana sinna“
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Sigurjón segir Jóhannes Þór vera í skítadjobbi: „Hann hefur engu gleymt“

Sigurjón segir Jóhannes Þór vera í skítadjobbi: „Hann hefur engu gleymt“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Svört skýrsla ASÍ: Brotastarfsemi og jaðarsetning á íslenskum vinnumarkaði að aukast

Svört skýrsla ASÍ: Brotastarfsemi og jaðarsetning á íslenskum vinnumarkaði að aukast
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Guðfinna les yfir Guðmundi: „Nú er mér alvara“ – Enginn veit hvað átt hefur fyrr en misst hefur

Guðfinna les yfir Guðmundi: „Nú er mér alvara“ – Enginn veit hvað átt hefur fyrr en misst hefur