fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Eyjan

ISAVIA freistar þess að stöðva brottför WOW vélar – í kapphlaupi við tímann

Karl Garðarsson
Miðvikudaginn 17. júlí 2019 14:35

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Samkvæmt heimildum DV óttast ISAVIA mjög að WOW vélin, í eigu leigufélagsins ALC, sem verið hefur kyrrsett á Keflavíkurflugvelli undanfarna mánuði, verði farin úr landi áður en Landsréttur tekur að nýju á málinu. Héraðsdómur kvað upp þann úrskurð í morgun að ALC bæri eingöngu að greiða þær skuldir sem hvíldu á þotunni, en ekki aðrar, eins og ISAVIA krafðist. Jafnframt var kyrrsetningu á þotunni aflétt.

Samkvæmt heimildum DV mun ISAVA áfrýja niðurstöðunni til Landsréttar og fara fram að réttaráhrifum verði frestað þar til málið hefur verið tekið fyrir að nýju. Þetta þýðir að ISAVIA freistar þess að vélin verði áfram kyrrsett.  Hér eru menn  í kapphlaupi við tímann. Heimildamenn DV telja að það muni taka ALC að minnsta kosti tvo daga að senda áhöfn hingað til lands og gera vélina tilbúna til flugs. Fari hún úr landi áður en Landsréttur hefur tekið afstöðu sé málið fallið um sjálft sig.

Hvort raunhæft sé að Landsréttur geti eða muni breyta niðurstöðu héraðsdóms á þeim skamma tíma sem er til stefnu mun væntanlega koma í ljós síðar í dag eða í síðasta lagi á morgun.

UPPFÆRT KL 14:50 

Guðjón Helgason, upplýsingafulltrúi ISAVIA, staðfesti í samtali við DV að ISAVIA hefði þegar kært úrskurð héraðsdóms til Landsréttar með kröfu um að úrskurðurinn verði felldur úr gildi og að réttaráhrifum verði frestað, þannig að þota WOW verði áfram kyrrsett þar til endanleg niðurstaða fæst í málið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Guðjón Auðunsson: Áhyggjur af því að áhrif vaxtahækkana eigi eftir að bíta almenning alvarlega

Guðjón Auðunsson: Áhyggjur af því að áhrif vaxtahækkana eigi eftir að bíta almenning alvarlega
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Jón Gnarr: Forseti tali íslensku á alþjóðavettvangi – íslenskan á að fá að hljóma

Jón Gnarr: Forseti tali íslensku á alþjóðavettvangi – íslenskan á að fá að hljóma
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Lýsa vantrausti á ríkisstjórnina, krefjast þingrofs og nýrra kosninga

Lýsa vantrausti á ríkisstjórnina, krefjast þingrofs og nýrra kosninga
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Mannréttindadómstóll Evrópu slær á puttana á íslenska ríkinu – Brutu gegn rétti til frjálsra kosninga

Mannréttindadómstóll Evrópu slær á puttana á íslenska ríkinu – Brutu gegn rétti til frjálsra kosninga
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ole Anton Bieltvedt skrifar: ESB er miklu meira en sameiginlegur markaður og evran

Ole Anton Bieltvedt skrifar: ESB er miklu meira en sameiginlegur markaður og evran
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Gamli kanslarinn vill fá skrifstofuna sína aftur – Ekki líklegt að það gangi eftir

Gamli kanslarinn vill fá skrifstofuna sína aftur – Ekki líklegt að það gangi eftir
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Sögusagnir sem borgin vísaði á bug eiga sér meiri stoð í raunveruleikanum en af er látið

Sögusagnir sem borgin vísaði á bug eiga sér meiri stoð í raunveruleikanum en af er látið
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Orðið á götunni: Fylgið minnkað um helming – 40 þúsund vantreysta Bjarna sem sætir afarkostum VG

Orðið á götunni: Fylgið minnkað um helming – 40 þúsund vantreysta Bjarna sem sætir afarkostum VG