fbpx
Sunnudagur 25.ágúst 2019  |

Tekjublað 2019  Sjá allt

Eyjan

Stefán gagnrýnir Þorkel harðlega: „Ég hélt að það væru bara siðlaus nettröll sem létu svona út úr sér“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Mánudaginn 15. júlí 2019 16:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stefán Einar Stefánson, ritstjóri viðskiptafrétta Morgunblaðsins, fer hörðum orðum um Þorkel Sigurlaugsson, áhrifamann í Sjálfstæðisflokknum, vegna ummæla þess síðarnefnda um Morgunblaðið og höfund Reykjavíkurbréfs. Stefán segir að hann hafi haldið að aðeins siðlaus nettröll gætu látið frá sér fara önnur eins skrif.

Talið er óumdeilt að höfundur Reykjavíkurbréfs Morgunblaðsins sé Davíð Oddsson, annar ritstjóra blaðsins og fyrrverandi forsætisráðherra, formaður Sjálfstæðisflokksins og seðlabankastjóri. Eins og kom fram í fyrri frétt DV um skrif Þorkels segir hann þar að skrif Davíðs séu þess eðlis að þau geti varla komið frá manni í eðlilegu andlegu jafnvægi. Segist hann hafa þvegið sér um hendurnar eftir að hann las síðasta Sunnudagsmogga.

Þorkell gefur í skyn að umræða um þriðja orkupakkann sé þráhyggja sem Morgunblaðið smiti fólk af. „Getur verið að einn alvarlegasti hýsill e.coli orkupakkasýkingar í landinu sé höfundur Reykjavíkurbréfsins og einn skæðasti smitberinn sé Morgunblaðið en mér er sagt að blaðið fari inn á um það bil 12.000 heimili í landinu en fer um hendur mun fleiri,“ segir Þorkell.

Ung börn hafa legið þungt haldin

Þorkell hefur gegnt trúnaðarstörfum fyrir Sjálfstæðisflokkinn og ábyrgðarstöðum í atvinnulífinu. Hann varð stjórnarformaður Framtakssjóð Íslands árið 2011, var um tíma framkvæmdastjóri Eimskips og hefur gegnt ábyrgðarstöðum hjá bæði Háskóla Íslands og Háskólanum í Reykjavík.

Stefán Einar Stefánsson, sem hefur verið blaðamaður á Morgunblaðinu undanfarin ár, vakti mikla athygli fyrir bók sína um fall WOW air sem kom út í vor.

Það sem fer sérstaklega fyrir brjóstið á Stefáni er að Þorkell skuli henda grín að E.coli faraldrinum sem hefur valdið alvarlegum veikindum hjá ungum börnum. Stefán skrifar í nýrri Facebook-færslu:

„Sumir fara mikinn þessa dagana og telja Morgunblaðið ómálefnalegt í umfjöllun sinni um Orkupakka 3. Virðist sú umræða oft rekin áfram af einkennilegri heift í garð annars ritstjóra blaðsins. Einn þeirra sem hvað harðast hafa gengið fram í þeim skrípaleik er Þorkell Sigurlaugsson. Sá sami maður telur sér sæmandi að hæðast að ritstjóra blaðsins með því að tengja skrifin alvarlegum veikindum ungra barna sem stafa af svokallaðri e-coli sýkingu sem upp kom fyrr í þessum mánuði. Mjög ung börn hafa að undanförnu legið þungt haldin á Landspítala vegna þessarar sýkingar. Ég hélt að það væru bara siðlaus nettröll sem létu svona út úr sér en það eru greinilega fleiri.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Alls 200 manns vantar enn til starfa á frístundaheimilin -1328 börn á biðlista – Sanna vill hækka launin

Alls 200 manns vantar enn til starfa á frístundaheimilin -1328 börn á biðlista – Sanna vill hækka launin
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Ýmsir sagðir koma til greina sem næsti dómsmálaráðherra: „Væri eitthvað að mér ef ég hefði ekki áhuga“

Ýmsir sagðir koma til greina sem næsti dómsmálaráðherra: „Væri eitthvað að mér ef ég hefði ekki áhuga“