fbpx
Sunnudagur 25.ágúst 2019  |

Tekjublað 2019  Sjá allt

Eyjan

Landsbankinn þykir besti bankinn á Íslandi

Ritstjórn Eyjunnar
Mánudaginn 15. júlí 2019 10:44

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Alþjóðlega fjármálatímaritið Euromoney hefur valið Landsbankann besta bankann á Íslandi. Euromoney útnefnir árlega bestu banka víða um heim og veitir þeim viðurkenninguna Award for Excellence. Við útnefninguna er litið til ýmissa þátta í rekstri og stefnu bankanna, eins og afkomu af reglulegri starfsemi, kostnaðarhagræðingar og þjónustuframboðs.

Í frétt Euromoney kemur fram að fjárhagsleg afkoma Landsbankans á tímabillinu undirstriki afburða góða stöðu hans meðal íslenskra banka, einkum hvað varðar skilvirkni og arðsemi, auk þess sem heilbrigður vöxtur hafi orðið í lánum og innstæðum. Þá leggi Landsbankinn áherslu á að bjóða upp á vörur og kerfi sem skipi honum í fremstu röð íslenskra banka þegar kemur að stafrænum lausnum.

Lilja Björk Einarsdóttir, bankastjóri Landsbankans, segir í tilkynningu í tilefni þessa:

„Við erum stolt af því að vera valinn besti bankinn á Íslandi, en verðlaunin eru enn ein staðfesting á þeim árangri sem Landsbankinn hefur náð og er það ekki síst öflugum hópi starfsmanna að þakka. Við settum okkur skýr markmið um innleiðingu stafrænna lausna sem hefur skilað sér í hagkvæmari rekstri og aukinni ánægju viðskiptavina. Verðlaunin eru hvatning til okkar um að veita áfram frábæra þjónustu en jafnframt tryggja að rekstur bankans sé traustur til lengri tíma.“

Besti bankastjórinn með lægstu launin

Hagnaður allra þriggja stóru viðskiptabankanna dróst saman árið 2018. Mest hjá Arion banka, sem hagnaðist um 7,8 milljarða, sem er um helmingi minni hagnaður en árið á undan. Þá kemur Íslandsbanki, sem hagnaðist um 10,6 milljarða 2018, en 13,2 milljarða árið 2017. Landsbankinn stóð sig best, hagnaðist um 19,3 milljarða 2018, en 19,8 milljarða 2017.

Laun Lilju Bjarkar komust í fréttirnar þegar þau voru hækkuð tvisvar innan eins árs, um 82 prósent, en þau voru síðan lækkuð aftur eftir mikla reiðiöldu í samfélaginu, úr 4.2 milljónum á mánuði í 3.85 milljónir.

Athygli vekur að þó svo að Lilja hafi staðið sig best bankastjóra sé miðað við afkomu, þá sé hún samt launalægst bankastjóra þriggja stærstu viðskiptabankanna.

Höskuldur H. Ólafsson, fyrrverandi bankastjóri Arion banka, var launahæstur með 67,5 milljónir á ári, auk bónusa, sem voru 7,2 milljónir. Alls 74,7 milljónir fyrir árið 2018. Arion banki er eini viðskiptabankinn sem ekki er í eigu ríkisins.

Birna Einarsdóttir, bankastjóri Íslandsbanka, þénaði 56,9 milljónir í fyrra í föstum launum og árangurstengdar greiðslur voru 3,9 milljónir. Heildarlaunin voru því 63,5 milljónir.

Birna lagði sjálf fram þá tillögu í fyrra að lækka laun sín um 14,1 prósent „í ljósi stöðunnar í íslensku atvinnulífi og kjaraviðræðna sem nú standa yfir“og við því var orðið. Eru mánaðarlaun hennar því 4,2 milljónir eftir lækkun.

Nýjar höfuðstöðvar kosta 9 milljarða

Fyrirhuguð bygging nýrra  höfuðstöðva Landsbankans á Austurbakka, sem verður 16.500 fermetrar, mun kosta um níu milljarða. Landsbankinn hyggst þó aðeins nota um 60% af byggingunni, afgangurinn verður leigður út sem nýtast mun fyrir verslanir og aðra þjónustu.

Hefur fyrirhuguð bygging verið gagnrýnd harðlega, til dæmis af Ragnari Þór Ingólfssyni, formanni VR, og Ólöfu Skaftadóttur, ritstjóra Fréttablaðsins.

Sjá nánar: Ragnar Þór gáttaður:Hvernig getur almenningur sætt sig við þetta? – Ný og rándýr glerhöll Landsbankans

Sjá nánar: Nýja Landsbankahúsið álíka gáfuleg hugmynd og DVD-verksmiðja:„Hvaða fólk eiga nýju höfuðstöðvarnar að hýsa?“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Alls 200 manns vantar enn til starfa á frístundaheimilin -1328 börn á biðlista – Sanna vill hækka launin

Alls 200 manns vantar enn til starfa á frístundaheimilin -1328 börn á biðlista – Sanna vill hækka launin
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Ýmsir sagðir koma til greina sem næsti dómsmálaráðherra: „Væri eitthvað að mér ef ég hefði ekki áhuga“

Ýmsir sagðir koma til greina sem næsti dómsmálaráðherra: „Væri eitthvað að mér ef ég hefði ekki áhuga“