fbpx
Sunnudagur 25.ágúst 2019  |

Tekjublað 2019  Sjá allt

Eyjan

Segir fráfall WOW air vera högg fyrir ríkissjóð: „Við eigum að anda aðeins ofan í kviðinn“

Ritstjórn Eyjunnar
Laugardaginn 13. júlí 2019 14:00

Mynd: DV/Hanna

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Þetta er alltaf spurning um hvort glasið er hálftómt eða hálffullt,“ segir Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra. Þórdís er í helgarviðtali Fréttablaðsins og segir miklar breytingar hafa orðið á ferðamannabransanum eftir fall WOW air. Íslenskt efnahagslíf hefur að mörgu leyti verið talað niður eftir fall flugfélagsins og áhrif þess á ferðamannabransann. Þórdís segist þó hafa mikla trú á framtíð ferðamennsku á Íslandi.

„Ég hef frá því að ég kom í ráðuneytið verið mjög skýr með þá sýn mína að fjöldi ferðamanna er ekki það sem skiptir öllu máli. Þessi vöxtur sem hefur verið var ósjálfbær. Það er ekki hægt að byggja upp atvinnugrein eins og þessa með 25 prósent vöxt ár eftir ár,“ segir Þórdís.

„Það að WOW hafi horfið af markaði er högg fyrir greinina og afleidda starfsemi sömuleiðis, atvinnuleysi og högg fyrir ríkissjóð. Það eru og verða afleiðingar af þessari breytingu, en í viðbrögðum við þeirri stöðu þá skiptir máli að missa ekki sjónar á þeirri langtímasýn sem ég tel ferðaþjónustuna þurfa. Sú sýn grundvallast á virði framar fjölda ferðamanna, ávinningi heimamanna um allt land, skýrum leikreglum og fyrirsjáanleika, gæðum og fagmennsku og loks þessu jafnvægi á milli verndar og hagnýtingar. Þetta er grunnurinn í leiðarljósum ferðaþjónustunnar sem unninn var með fulltrúum greinarinnar og sveitarstjórnarstigsins.“

„Hvað viljum við?“

Þórdís segir tækifæri vera í þessari stöðu og þurfi að nýta þau. Að sögn hennar eru ferðamenn farnir að dvelja lengur og er meðaleyðsla þeirra að aukast.

„Við eigum að byggja ferðaþjónustuna þannig upp að verð og gæði haldist í hendur. Við erum 350 þúsund og erum með sjö ferðamenn á hvern íbúa. Það er ein jafna sem þarf að horfa til,“ segir Þórdís.

„Staðan er sú að með aðgerðum stjórnvalda, en fyrst og fremst með einkaframtakinu, erum við að koma okkur í góða stöðu. Það eru að byggjast upp framúrskarandi fyrirtæki, afþreying og þjónusta. Það eru flott hótel að byggjast upp. Það er mín staðfasta trú að ef við höldum rétt á spöðunum, sköpum réttar aðstæður, þá kemur rest. Við eigum að anda aðeins ofan í kviðinn og hugsa, hvað viljum við?“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Alls 200 manns vantar enn til starfa á frístundaheimilin -1328 börn á biðlista – Sanna vill hækka launin

Alls 200 manns vantar enn til starfa á frístundaheimilin -1328 börn á biðlista – Sanna vill hækka launin
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Ýmsir sagðir koma til greina sem næsti dómsmálaráðherra: „Væri eitthvað að mér ef ég hefði ekki áhuga“

Ýmsir sagðir koma til greina sem næsti dómsmálaráðherra: „Væri eitthvað að mér ef ég hefði ekki áhuga“