fbpx
Þriðjudagur 23.júlí 2019  |
Eyjan

Yfirlýsing frá landeigendum vegna Drangajökulsvíðerna

Ágúst Borgþór Sverrisson
Föstudaginn 12. júlí 2019 11:35

Kort af svæðinu

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Landeigendur í Árneshreppi mótmæla virkjunaráformum í Drangajökulsvíðernum. Í yfirlýsingu frá landeigendum sem send hefur verið fjölmiðlum er bent á ósnortna og einstaka náttúru svæðisins sem þurfi að þyrma. Víðernin myndi enn fremur eitt samfellt og viðkvæmt vistkerfi. Landeigendurnir telja hugmyndir um að virkja í Rjúkanda, Hvalá og Eyvindarfjarðará vera stórkarlalegar og tímaskekkju í nútímasamfélagi. Telja landeigendurnir að virkjunaráformin muni leiða til eyðileggingar á einstakri náttúru sem muni stórskaða ímynd sveitarinnar, ef af verður:

 

Yfirlýsing 30 landeigenda í Árneshreppi

Við undirritaðir eigendur landareigna í Árneshreppi andmælum því að Drangajökulsvíðernum verði raskað til frambúðar fyrir vatnsaflsvirkjanir orkufyrirtækja. Fyrir um áratug síðan gáfu eigendur tveggja jarða í hreppnum, Engjaness og Ófeigsfjarðar, ákveðnu einkahlutafélagi tímabundna heimild til að rannsaka og mögulega síðar virkja vatnsafl innan jarðanna og nýta það í 60 ár gegn stighækkandi gjaldi. Mikið vatn hefur runnið frjálst til sjávar síðan þá.

Í þeim vatnsföllum sem áformað er að virkja, Rjúkanda, Hvalá og Eyvindarfjarðará er fjöldi fossa,  stórra og smárra og á heiðinni sunnan Drangajökuls eru fagurblá fjallavötn sem fáir hafa séð. Þessari ósnortnu náttúru þarf að þyrma og víðernunum sem mynda eitt samfellt og viðkvæmt vistkerfi. Engin leið er að endurheimta óspillt víðerni eftir rask sem yrði af þeim þremur virkjunum sem HS Orka og Landsvirkjun áforma á svæðinu (Hvalár- og Skúfnavatnavirkjanir auk Austurgilsvirkjunar). Við lýsum því yfir að við munum einskis láta ófreistað til að stöðva þá aðför að náttúru Stranda sem felst í virkjanaundirbúningi orkufyrirtækjanna tveggja.

Þessar stórkarlalegu virkjanahugmyndirnar eru fullkomin tímaskekkja í nútímasamfélagi. Náttúruverndarsjónarmið njóta sífellt meira fylgis og óbyggð víðerni hafa öðlast viðurkenningu og vernd í lögum. Þessar virkjanahugmyndirnar eiga því að okkar mati heima í verndar- eða biðflokki rammaáætlunar, áratugsgamlar forsendur þeirra eru löngu úreltar. Allir sem kynna sér staðreyndir um raforkuöryggi á Vestfjörðum vita að þessar virkjanir hafa þar engin áhrif. Raforkan yrði seld hæstbjóðanda suður á land, líklega til gagnavera sem leita rafmyntar, s.s Bitcoin. Sú stórfellda eyðilegging á einstakri náttúru sem svona stórframkvæmdum fylgja mun ekki bjarga heilsárbyggð í Árneshreppi, en stórskaða ímynd sveitarinnar.

Þessi yfirlýsing er send sveitarstjórn, iðnaðar-, nýsköpunar- og ferðamálaráðherra og umhverfis- og auðlindaráðherra ásamt öllum þingflokkum og er ákall til stjórnmálamanna um að hlusta á þá sem næst standa þessari vá og vilja huga að framtíðinni.

Hér fyrir neðan er listi yfir þá 30 landeigendur sem að þessari yfirlýsingu standa, ásamt uppdrætti sem sýnir staðsetningu landareigna þeirra í Árneshreppi.

Júlí 2019

Guðjón Ingólfsson vegna Skjaldabjarnavíkur, Drangavíkur og Eyrar, Arngrímur Kristinsson, Benjamín Kristinsson, Elías Svavar  Kristinsson, Guðjón Stefán Kristinsson, Guðmundur Óli Kristinsson, Jón Kristinsson, Óskar Kristinsson, Sigurvina Guðmunda Samúelsdóttir, Sólveig Stefanía Kristinsdóttir, Sveinn Kristinsson og Þorbjörg Samúelsdóttir vegna Dranga og Seljaness, Halldór Ingólfsson, Ingunn Hinriksdóttir, Lára Ingólfsdóttir og Þórhildur Ingólfsdóttir vegna Drangavíkur og Eyrar, Gunnar Ólafur Bjarnason, Ólafur Gunnarsson  og Sigríður Sveinsdóttir vegna Drangavíkur, Hrefna Þorvaldsdóttir, Ingólfur Benediktsson, Jóhanna Ósk Kristjánsdótti og Valgeir Benediktsson vegna Árness 2, Soffía Guðrún Ágústsdóttir vegna Naustvíkur og Anna Þórný Annesdóttir, Gunnar Kristjánsson, Jón Marteinsson, Ólöf Guðbrandsdóttir, Þórir Steingrímsson og Þorlákur Guðbrandsson vegna Veiðileysu.

Kort af svæðinu

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Tannlaus prins
Eyjan
Fyrir 22 klukkutímum

Hallur fær bágt fyrir „skítabombu“ sína um Björn: „Menn geta sem sagt ekki verið kristnir ef þeir styðja orkupakkaræfillinn?“

Hallur fær bágt fyrir „skítabombu“ sína um Björn: „Menn geta sem sagt ekki verið kristnir ef þeir styðja orkupakkaræfillinn?“
Eyjan
Fyrir 23 klukkutímum
Illur púki?
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Meirihlutinn segist hafa endurreist verkamannabústaðarkerfið – 807 manns á biðlista og vinstrimenn furðu lostnir

Meirihlutinn segist hafa endurreist verkamannabústaðarkerfið – 807 manns á biðlista og vinstrimenn furðu lostnir
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Galli uppgötvast í glænýjum Herjólfi rétt fyrir þjóðhátíð – Þarf að fara í slipp

Galli uppgötvast í glænýjum Herjólfi rétt fyrir þjóðhátíð – Þarf að fara í slipp
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Sjálfstæðisflokkur tapar fylgi til Miðflokksins og er í sögulegri lægð – Píratar bæta við eftir Birgittumálið

Sjálfstæðisflokkur tapar fylgi til Miðflokksins og er í sögulegri lægð – Píratar bæta við eftir Birgittumálið
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Starfsmenn Reykjavíkurborgar fá 105 þúsund króna eingreiðslu

Starfsmenn Reykjavíkurborgar fá 105 þúsund króna eingreiðslu