fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Eyjan

WOW air endurreist – Reynslumikilir aðilar hafa keypt vörumerkið og annað tengt félaginu

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 12. júlí 2019 07:45

Ein af vélum WOW air.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Allar eignir þrotabús WOW air, sem tengjast flugrekstri, hafa verið seldir. Ekki fæst uppgefið hver kaupandinn er nema hvað að um fjársterka bandaríska aðila er að ræða. Þeir eru sagðir búa yfir mikilli reynslu í flugrekstri og hafa starfað áratugum saman í Bandaríkjunum, Evrópu og víðar. Þeir eru sagðir hafa greitt hundruðir milljóna króna fyrir eignirnar og hafa nú þegar staðgreitt þær.

Fréttablaðið skýrir frá þessu í morgun. Blaðið segist hafa heimildir fyrir að meðal annars hafi Bandaríkjamennirnir keypt vöru- og myndmerki WOW air, lén fyrirtækisins, flugrekstrarbækur, bókunarkerfi, hugbúnað, söluvagna, sölutölvur, einkennisfatnað og stærsta hluta varahlutalagers og verkfæra.

Bandaríkjamennirnir hyggjast endurvekja lágfargjaldaflugrekstur til og frá landinu á grunni WOW air og er stefnt á flug til Evrópu og Bandaríkjanna. Byggt verður á þeirri hugmyndafræði sem rekstur WOW air var byggður á.

Sveinn Andri Sveinsson, annar skiptastjóra WOW air, staðfesti við Fréttablaðið að kaupverðið hafi verið greitt en hann vildi ekkert tjá sig um málið að öðru leyti.

Fréttablaðið segir að kaupendurnir séu nú að kynna sig fyrir íslenskum yfirvöldum og mæti fljótlega á Samgöngustofu til að ræða hugmyndir sínar.

Páll Ágúst Ólafsson, lögmaður, hafði milligöngu um samskipti kaupenda við þrotabúið og stjórnvöld vegna viðskiptanna. Fréttablaðið hefur eftir honum að kaupendurnir séu alls ótengdir þeim aðilum sem undirbúa nú stofnun lággjaldaflugfélagsins WAB en skýrt var frá fyrirætlunum þeirra fyrr í vikunni. Hann sagði einnig að enginn úr hópi fyrrverandi eigenda eða stjórnenda WOW air hafi komið að þessum viðskiptum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Inga Sæland herská – Kallar eftir stuðningi á þingpöllunum

Inga Sæland herská – Kallar eftir stuðningi á þingpöllunum
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Guðjón Auðunsson: Verðið á íslensku fasteignafélögunum er allt of lágt

Guðjón Auðunsson: Verðið á íslensku fasteignafélögunum er allt of lágt
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Björn Jón skrifar: Grýlur sem ýla hræðilega

Björn Jón skrifar: Grýlur sem ýla hræðilega
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Guðjón Auðunsson: Ef markmiðið er að fækka um eina kaffivél er sameiningin tilgangslaus

Guðjón Auðunsson: Ef markmiðið er að fækka um eina kaffivél er sameiningin tilgangslaus