fbpx
Þriðjudagur 23.júlí 2019  |
Eyjan

Útilokað að hér komi tvö lággjaldaflugfélög

Karl Garðarsson
Föstudaginn 12. júlí 2019 11:09

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jón Karl Ólafsson fyrrverandi framkvæmdastjóri ISAVIA og Icelandair segir hugmyndir um tvö ný lággjaldaflugfélög hérlendis snúist fyrst og fremst um sjálfbærni. Markaðurinn sé þröngur fyrir þetta mikla magn af flugi og ekki megi gleyma því að WOW Air skilaði engum hagnaði. „Þetta er spurning um hvor aðilinn verður á undan. Tvö viðbótaflugfélög eru aldrei að fara að bætast við hérlendis,“ segir Jón Karl í samtali við DV. „Þetta er spurning um hvort hægt er að koma upp raunhæfu rekstrarmódeli.“

Hann segir að ef þessi nýju flugfélög ætli að byggja á þessum markaði, með flug til og frá Íslandi, þá verði þau að vera með miðstöð á Íslandi. Þau verði alla vega að vera með talsverða starfsemi hérlendis. Það þýði þó ekki að flestir starfsmenn verði innlendir, enda sé frjálst flæði vinnuafls milli landa. Hins vegar verði að gera ráð fyrir að menn vilji skoða opnari samninga við starfsmenn og að vandamálið hérlendis snúi frekar að nýtingu starfsfólks en launatölum.

„Ég held að menn muni reyna einu sinni enn að koma upp nýju flugfélagi hérlendis,“ segir Jón Karl. Ekki mega gleyma því að fjölmargir erlendir fjárfestingasjóðir séu tilbúnir með mikið fjármagn til að setja í áhættufjarfestingar. Þá séu reynslumiklir menn á bak við hugmyndina um WAB Air, þannig að það sé ekki útilokað að þeim takist ætlunarverk sitt. Minna sé vitað um Bandaríkjamennina sem komu fram í sviðsljósið í morgun.

Þá telur hann að bandarísku aðilarnir, sem keypt hafa flugrekstrarbúnað, bókunarkerfi, tölvur og lén, muni reka nýtt félag undir merki WOW Air. Hann bendir að að það sé eina rökrétta skýringin á því að þeir skuli hafa fjárfest í lénum WOW.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Tannlaus prins
Eyjan
Í gær

Styrmir vill að Sjálfstæðismenn safni undirskriftum gegn Orkupakka 3

Styrmir vill að Sjálfstæðismenn safni undirskriftum gegn Orkupakka 3
Eyjan
Í gær

Katrín útilokar ekki að setja lagningu sæstrengs í þjóðaratkvæðagreiðslu

Katrín útilokar ekki að setja lagningu sæstrengs í þjóðaratkvæðagreiðslu
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Starfsmenn Reykjavíkurborgar fá 105 þúsund króna eingreiðslu

Starfsmenn Reykjavíkurborgar fá 105 þúsund króna eingreiðslu
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Kristján Þór ráðstafar 31 þúsund tonnum – Vill endurskoða núgildandi kerfi

Kristján Þór ráðstafar 31 þúsund tonnum – Vill endurskoða núgildandi kerfi