fbpx
Þriðjudagur 23.júlí 2019  |
Eyjan

Fasteignagjöld allt að tvöfaldast frá 2013

Erla Dóra Magnúsdóttir
Föstudaginn 12. júlí 2019 15:25

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fasteignagjöld hafa hækkað mikið  undanfarin sex ár og í sumum tilvikum hafa þau meira en tvöfaldast. Þetta kemur fram á vef ASÍ.

Verðlagseftirlit ASÍ tók saman þróun fasteignagjalda á íbúðarhúsnæði í stærstu sveitarfélögum landsins undanfarin sex ár.

Fasteignamat, í sumum tilvikum lóðamat, er einn af gjaldstofnum fyrir innheimtu fasteignagjalda. Með fasteignamati geta sveitarfélögin minnkað áhrif hækkana á fasteigna- og lóðamati með því að lækka álagningarhlutföll.

„Einhver sveitarfélög hafa lækkað álagningarhlutföll til að stemma stigi við  hækkun á fasteignamati en slíkar mótvægisaðgerðir hafa ekki alltaf verið nægilega miklar til að draga úr hækkunum fasteignagjalda. Þá hafa ekki öll sveitarfélög lækkað álagningarhlutfall sitt og í einhverjum tilfellum hefur það hækkað.“

Verðlagseftirlitið tekur dæmi um fasteignaskatt á fjölbýli í Keflavík. En þar hefur mesta hækkunin átt sér stað, eða um 136 prósent.

„Á tímabilinu 2013-2019 lækkaði álagningarhlutfall hjá 10 af 15 sveitarfélögum á tímabilinu, stóð í stað hjá þremur sveitarfélögum og hækkaði hjá tveimur sveitarfélögum. Þrátt fyrir það hefur innheimtur fasteignaskattur í flestum tilfellum hækkað mikið síðan árið 2014.“

Úr tilkynningu ASÍ

Úttekt Verðlagseftirlitsins sýndi líka fram á að sorphirðugjöld hafi hækkað mikið, fráveitugjöld, lóðarleiga og vatnsgjöld.

Nánar má lesa um úttektina á vef ASÍ.  

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Tannlaus prins
Eyjan
Í gær

Styrmir vill að Sjálfstæðismenn safni undirskriftum gegn Orkupakka 3

Styrmir vill að Sjálfstæðismenn safni undirskriftum gegn Orkupakka 3
Eyjan
Í gær

Katrín útilokar ekki að setja lagningu sæstrengs í þjóðaratkvæðagreiðslu

Katrín útilokar ekki að setja lagningu sæstrengs í þjóðaratkvæðagreiðslu
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Starfsmenn Reykjavíkurborgar fá 105 þúsund króna eingreiðslu

Starfsmenn Reykjavíkurborgar fá 105 þúsund króna eingreiðslu
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Kristján Þór ráðstafar 31 þúsund tonnum – Vill endurskoða núgildandi kerfi

Kristján Þór ráðstafar 31 þúsund tonnum – Vill endurskoða núgildandi kerfi