fbpx
Sunnudagur 25.ágúst 2019  |

Tekjublað 2019  Sjá allt

Eyjan

Bréf Icelandair hrynja í verði vegna aukinnar samkeppni

Karl Garðarsson
Föstudaginn 12. júlí 2019 14:40

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bréf Icelandair hafa lækkað um tæp 6% í Kauphöllinni i dag, í kjölfar frétta um að mögulega komi tvö ný lággjaldaflugfélög inn á markaðinn. Mikil ólga er í kringum bréf félagsins og augljóst að margir telja að nýir samkeppnisaðilar geti haft talsverð áhrif á rekstur Icelandair. sem er risi á íslenskum markaði.

Ekki má gleyma að Icelandair hefur verið í hagræðingarfasa undanfarna mánuði, auk þess sem félagið hefur orðið fyrir talsverðu tjóni vegna kyrrsetningar Boeing Max vélanna, þó væntanlega fáist hluti þess tjóns bættur.

Jón Karl Ólafsson, fyrrverandi forstjóri Icelandair, segir í samtali við DV, að ný samkeppni geti vissulega haft áhrif. „Stóra málið sem Icelandair er að glíma við er samkeppnishæfi þess á markaði. Verðin eru almennt að lækka og þegar þú ert að keppa við risastór flugfélög, sem eru reyndar sum hver í vandræðum, til dæmis Norwegian, þá ertu ekki verðleiðandi á neinn hátt. Ég held því að þessi nýja staða breyti litlu.“

Jón bendir á að það hafi aldrei verið jafn mikil samkeppni í flugi til Íslands og einmitt núna. Þannig fljúgi um 20 flugfélög til Íslands þessa dagana.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Það þarf hörmungar
Eyjan
Í gær

Alls 200 manns vantar enn til starfa á frístundaheimilin -1328 börn á biðlista – Sanna vill hækka launin

Alls 200 manns vantar enn til starfa á frístundaheimilin -1328 börn á biðlista – Sanna vill hækka launin
Eyjan
Í gær

Ýmsir sagðir koma til greina sem næsti dómsmálaráðherra: „Væri eitthvað að mér ef ég hefði ekki áhuga“

Ýmsir sagðir koma til greina sem næsti dómsmálaráðherra: „Væri eitthvað að mér ef ég hefði ekki áhuga“