fbpx
Þriðjudagur 23.júlí 2019  |
Eyjan

Víkingur Heiðar: Vitlaust gefið í Hörpu

Egill Helgason
Fimmtudaginn 11. júlí 2019 17:06

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Það sem er sorglegt með Hörpu er að það er vitlaust gefið…Reykjavíkurborg og hið opinbera er að taka alltof háa fasteignaskatta sem þýðir að það verður alltaf þannig að húsið mun keyra leiguna upp eins hátt og það mögulega getur gagnvart flytjendum en á sama tíma mun húsinu alltaf líða eins og það fái alltof lágt því það mun aldrei ná að kovera fasteignaskattana.“

Þetta sagði Víkingur Heiðar Ólafsson píanóleikari í útvarpsþættinum Hátalaranum hjá Pétri Grétarssyni nýskeð. Þeir voru að ræða tónlistarhátíðina Reykjavík Midsommer Music.

Víkingur spyr svo hvaða rugl það er að Harpa þurfi að vera rekin eins og hver önnur starfsemi, en ekki miðað við menningargildi hússins.

„Þannig að við erum komin með eitthvað svona ‘lose-lose’ ástand í því samhengi. Þetta þarf að skoða…af hverju látum við eins og Harpa eigi að reka sig eins og hvert annað batterí…eiga helstu kennileiti þjóða að reka sig eins og hver önnur fasteignaskrifstofa? Hvaða rugl er það? Ég kalla eftir því að Reykjavíkurborg og ríkið taki sig saman og endurhugsi Hörpu, skoði hvers virði húsið er, hvað hún skapar í óbeinar tekjur, hvers virði hún er fyrir ímynd Íslands og gefi upp á nýtt – Gefi sanngjarnt fyrir húsið, þannig að húsið geti rukkað lægri gjöld til þeirra sem reyna að leigja af því, því eins og staðan er þá eru allir að tapa; listamönnum líður eins og þeir séu að borga alltof mikið í húsið og húsinu líður eins og það sé að fá alltof lítið því það mun aldrei ná að borga niður kostnaðinn af húsinu…“

Harpa verður tíu ára eftir tvö ár. Eins og Víkingur bendir á er mikil óánægja með rekstar- og fjárhagshliðina á húsinu, en listrænt gildi þess sé ótvírætt og mikil ánægja með það.

„Núna er Harpa 10 ára eftir tvö ár og við erum ennþá í þessum pakka að það eru allir óánægðir með þennan hluta, en allir ánægðir með listrænt gildi þess;…þetta er fullkomið kennileiti, þetta er Reykjavík, þetta er Ísland, þetta er við sem tónlistarþjóð, þetta er allt, og þetta er stórkostlegt listaverk hérna í miðbænum. Hvenær ætlum við að fara að gleðjast yfir því og vera ekki alltaf í varnarbaráttu? Ef húsið væri ekki með svona rosalega háar álögur væri kannski hægt að standa fyrir sterkari listrænni stefnu og það væri hægt að hafa eiginviðburði sem aðrir geta ekki boðið upp á. Þetta hlutverk er vanrækt eins og staðan er og það er bara út af því hvernig er gefið í peningamálum. „

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Tannlaus prins
Eyjan
Í gær

Styrmir vill að Sjálfstæðismenn safni undirskriftum gegn Orkupakka 3

Styrmir vill að Sjálfstæðismenn safni undirskriftum gegn Orkupakka 3
Eyjan
Í gær

Katrín útilokar ekki að setja lagningu sæstrengs í þjóðaratkvæðagreiðslu

Katrín útilokar ekki að setja lagningu sæstrengs í þjóðaratkvæðagreiðslu
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Starfsmenn Reykjavíkurborgar fá 105 þúsund króna eingreiðslu

Starfsmenn Reykjavíkurborgar fá 105 þúsund króna eingreiðslu
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Kristján Þór ráðstafar 31 þúsund tonnum – Vill endurskoða núgildandi kerfi

Kristján Þór ráðstafar 31 þúsund tonnum – Vill endurskoða núgildandi kerfi