fbpx
Laugardagur 20.apríl 2024
Eyjan

Þrýst á að Áslaug Arna verði nýr dómsmálaráðherra

Karl Garðarsson
Fimmtudaginn 11. júlí 2019 10:56

Þórdís Kolbrún og Áslaug Arna kunna að skemmta sér saman.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Samkvæmt heimildum DV er þrýst mjög á að Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir ritari Sjálfstæðisflokksins verði næsti dómsmálaráðherra. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir hefur gengt embættinu frá því Sigríður Andersen dró sig í hlé. Heimildarmenn DV segja að stuðningsmenn Áslaugar gangi ekki síst hart fram í þessu máli. Jafnvel hafi staðið til að skipa Áslaugu í embættið strax í vor, en þá hafi Bjarni Benediktsson formaður flokksins ákveðið að bíða aðeins vegna andstöðu marga í Sjálfstæðisflokknum. Áslaug mun meðal annars hafa vísað til kynjasjónarmiða í ríkisstjórn sem rök fyrir því að hún ætti að fá embættið.

Fleiri í þingflokki Sjálfstæðisflokksins hafa hins vegar líka áhuga á embætti dómsmálaráðherra. Þannig vill Sigríður Andersen gjarnan snúa til baka, auk þess sem Brynjar Níelsson er áhugasamur. Óvíst er með áhuga Birgis Ármannssonar.

Ekki er útilokað að fleiri ráðherrahrókerningar verði hjá Sjálfstæðisflokknum í haust. Þannig munu bæði Páll Magnússon og Jón Gunnarsson hafa mikinn áhuga á að fá að spreyta sig, þó ekki í embætti dómsmálaráðherra.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Stöð 2 lækkar verð
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Inga Sæland herská – Kallar eftir stuðningi á þingpöllunum

Inga Sæland herská – Kallar eftir stuðningi á þingpöllunum
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Guðjón Auðunsson: Verðið á íslensku fasteignafélögunum er allt of lágt

Guðjón Auðunsson: Verðið á íslensku fasteignafélögunum er allt of lágt
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Björn Jón skrifar: Grýlur sem ýla hræðilega

Björn Jón skrifar: Grýlur sem ýla hræðilega
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Guðjón Auðunsson: Ef markmiðið er að fækka um eina kaffivél er sameiningin tilgangslaus

Guðjón Auðunsson: Ef markmiðið er að fækka um eina kaffivél er sameiningin tilgangslaus