fbpx
Þriðjudagur 23.júlí 2019  |
Eyjan

Sauðnaut og sauðfé á Austurvelli

Egill Helgason
Fimmtudaginn 11. júlí 2019 10:43

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þetta er alveg stórkostleg ljósmynd. Hún er tekin á góðviðrisdegi 1929 á Austurvelli. Bæjarbúar eru mættir til að virða fyrir sér dýrin. Við sjáum á myndinni að þau eru frekar skelkuð og hópa sig saman. Allt eru þetta kálfar. Hugmyndin var að hefja sauðnautaeldi á Íslandi, en það reyndist illilega misráðið – mistókst hrapalega.

Dýrin voru sótt til Grænlands á vélskipinu Gotta. Leiðangursmenn voru ellefu talsins, menn vildu auka fjölbreytni í landbúnaði á Íslandi – um svipað leyti voru uppi áform um loðdýraeldi sem ollu því að minkur gerði sig heimankominn í íslenskri náttúru.

En það gerðu sauðnautin ekki. Þau þrifust alls ekki hérna. Íslensku leiðangursmennirnir urðu reyndar að fella mörg fullorðin dýr til að ná kálfunum – alls er sagt að þeir hafi drepið þrjátíu og fjögur dýr til að ná sjö kálfum.

Þeir voru svo hafðir til sýnis á Austurvelli fyrst um sinn. Síðar voru þeir fluttir að Gunnarsholti á Rangárvöllum. Þar drápust þeir allir – líklega úr búfjársjúkdómum sem dýrin höfðu ekki áður komist í snertingu við. Síðasta dýrið, kvíga sem fékk heitið Sigga, drapst úr sullaveiki veturinn 1931.

Aftur voru svo nokkur sauðnaut flutt til Íslands 1930. Þau voru keypt af norskum veiðimönnum. Þau voru send í Gunnarsholt og en tvö í Skorradal. En það fór á sömu leið. Dýrin vesluðust upp og drápust. Þá var úti um það ævintýri.

1933 var svo flutt til Íslands sauðfé af stofninum karakúl, 20 gripir alls.. Stofninn er upprunninn í Mið-Asíu, en féð kom hingað frá Þýskalandi. Það reyndist heldur betur misráðið. Með karakúlfénu bárust hingað búfjársjúkdómar, garnaveiki, mæðiveiki og kýlapest og gerði mikinn usla. Áratugina á eftir fór mikið fé og fyrirhöfn í sauðfjárveikivarnir og voru settar upp varnarlínur víða um land. En áhuga höfðu menn á þessu fé vegna þess að það gefur af sér verðmætari gærur en íslenska sauðkindin.

Þetta er reyndar ekki karakúlfé en myndin sýnir sauðkindur frá Skotlandi á beit á Austurvelli 1932. Þær voru líka fluttar hingað í því skyni að efla íslenska bústofna. En það þótti semsagt nauðsynleg að bæjarbúar fengju líka að njóta þessarar nýsköpunar.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Tannlaus prins
Eyjan
Fyrir 22 klukkutímum

Hallur fær bágt fyrir „skítabombu“ sína um Björn: „Menn geta sem sagt ekki verið kristnir ef þeir styðja orkupakkaræfillinn?“

Hallur fær bágt fyrir „skítabombu“ sína um Björn: „Menn geta sem sagt ekki verið kristnir ef þeir styðja orkupakkaræfillinn?“
Eyjan
Fyrir 23 klukkutímum
Illur púki?
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Meirihlutinn segist hafa endurreist verkamannabústaðarkerfið – 807 manns á biðlista og vinstrimenn furðu lostnir

Meirihlutinn segist hafa endurreist verkamannabústaðarkerfið – 807 manns á biðlista og vinstrimenn furðu lostnir
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Galli uppgötvast í glænýjum Herjólfi rétt fyrir þjóðhátíð – Þarf að fara í slipp

Galli uppgötvast í glænýjum Herjólfi rétt fyrir þjóðhátíð – Þarf að fara í slipp
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Sjálfstæðisflokkur tapar fylgi til Miðflokksins og er í sögulegri lægð – Píratar bæta við eftir Birgittumálið

Sjálfstæðisflokkur tapar fylgi til Miðflokksins og er í sögulegri lægð – Píratar bæta við eftir Birgittumálið
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Starfsmenn Reykjavíkurborgar fá 105 þúsund króna eingreiðslu

Starfsmenn Reykjavíkurborgar fá 105 þúsund króna eingreiðslu