fbpx
Fimmtudagur 18.apríl 2024
Eyjan

Ólíklegt að íslenskir bankar fjármagni nýtt flugfélag

Karl Garðarsson
Fimmtudaginn 11. júlí 2019 13:57

Vextir á íbúðalánum bankanna hafa hækkað vegna stýrivaxtahækkana Seðlabankans.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Heimildamenn DV í fluggeiranum telja ólíklegt að íslenskir bankar séu tilbúnir að fjármagna nýtt flugfélag, en hugmyndir eru uppi um að stofna nýtt lággjaldaflugfélag sem gengur undir nafninu WAB Air. Írskur fjárfestingasjóður er tilbúinn til að koma inn með fimm milljarða króna framlag, en aðeins ef íslenskir bankar leggja til fjóra milljarða til viðbótar. Bankarnir eru hins vegar varkárir þegar kemur að flugrekstri og því líklegt að forsvarsmenn félagsins þurfi að leita á önnur mið eftir framlagi.

Talið er að flugrekstrarleyfið verði ekki vandamál þar sem þekking á öflun þess sé góð hjá forsvarsmönnum WAB Air. Hins vegar þurfi þeir væntanlega að leggja fram strax um 1,5 milljónir dala, jafnvirði um 200 milljóna króna, fyrir hverja hinna sex flugvéla sem þeir ætli að leigja. Það eru um 1200 milljónir króna. Þá þurfi þeir væntanlega að staðgreiða olíu og lendingagjöld, auk þess sem kortafyrirtæki halda gjarnan eftir kortagreiðslum sem tryggingu. Þá má ekki gleyma því að þjálfa þarf upp her starfsfólks og þar er lítill tími til stefnu, eigi áætlanir félagsins að ganga eftir.

Heimildamaður DV sagði að hugmyndir WAB air væru „ekki trúverðugar“ nema til kæmu öflugir fjárfestar til viðbótar, og þar þyrfti helst að líta til útlanda. Þá geti líka verið erfitt að leigja flugvélar með skömmum fyrirvara, ekki síst vegna þess að búið er að kyrrsetja Boeing Max vélarnar og óvíst hvenær þær fara í loftið aftur. Því séu ekki margar vélar á lausu. Loks er bent á að haustið sé ekki besti tíminn til að hefja flugrekstur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Ásdís Rán segist hafa verið óskipaður sendiherra Íslands

Ásdís Rán segist hafa verið óskipaður sendiherra Íslands
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Guðjón Auðunsson: Skuldsetning fasteignafélaga – þetta er eins og að snúa herskipi á andapolli

Guðjón Auðunsson: Skuldsetning fasteignafélaga – þetta er eins og að snúa herskipi á andapolli
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Rétthugsun?

Óttar Guðmundsson skrifar: Rétthugsun?
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Sandkorn: Hversu margar undirskriftir teljast nægjanlega margar undirskriftir?

Sandkorn: Hversu margar undirskriftir teljast nægjanlega margar undirskriftir?
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Breskur þingmaður lenti í „hunangsgildru“ – Síðan gerði hann svolítið enn verra

Breskur þingmaður lenti í „hunangsgildru“ – Síðan gerði hann svolítið enn verra
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Rífandi gangur í stærsta hagkerfi heims

Rífandi gangur í stærsta hagkerfi heims