fbpx
Þriðjudagur 23.júlí 2019  |
Eyjan

Kolbrún Bergþórsdóttir segir of marga Íslendinga bílóða – „Taka engum sönsum og munu sennilega aldrei gera það“

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 11. júlí 2019 08:00

Ljósmynd: DV/Hanna

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Líflegt mannlíf er í miðbæ Reykjavíkur á hlýjum og fallegum sumardögum eins og nú ríkja. Þannig er miðbærinn fullur af fólki, að stórum hluta erlendum ferðamönnum sem sannarlega eiga sinn þátt í að halda þjóðarbúinu gangandi. Einstaka Íslendingar sjást svo en þeir sitja aðallega í sólinni fyrir utan veitingastaði og virðast ekki hafa áberandi áhuga á að kíkja í verslanir í miðbænum.“

Svona hefst pistill Kolbrúnar Bergþórsdóttur í Fréttablaðinu í dag en þar fjallar hún um miðbæinn, einkabílinn og baráttu borgarstjórnar fyrir breytingum í miðborginni.

„Á einum svona degi mátti sjá tvo verslunareigendur stinga saman nefjum og umræðuefnið var einmitt það að Íslendingar sæjust ekki mikið á Laugaveginum, þeir væru í bílum sínum að versla annars staðar. Það verður ekki horft fram hjá þeirri dapurlegu staðreynd að of margir Íslendingar eru bílóðir, vilja fara allt í einkabílnum og geta vart hugsað sér verslunarleiðangur nema vita af bílnum fyrir utan verslunina sem þeir líta inn í. Þess vegna fara þeir í Ármúla og Síðumúla og á Suðurlandsbrautina og í Kringluna og Smáralind þar sem fjarska auðvelt er að leggja bílnum.“

Skrifar Kolbrún og bætir við að hinir sömu segist síðan aldrei fara á Laugaveginn enda sé ekki hægt að leggja þar. Um leið bölvi þeir meirihluta borgarstjórnar. Kolbrún segir borgarstjórn hafa eytt mikilli orku og tíma í að sannfæra borgarbúa um að í góðum lífsstíl felist meðal annars að hvíla einkabílinn.

„Þeir bílóðu einstaklingar sem elska bílinn sinn næstum jafn mikið og sjálfa sig taka engum sönsum og munu sennilega aldrei gera það.“

Segir Kolbrún og bætir við að það sé leitt því það sé yndislegt að ganga um í miðborginni og þetta viti erlendu ferðamennirnir og virðist þeim líða ljómandi vel í miðborginni.

„Bílelskandi Íslendingar ættu að fara að dæmi þeirra og leyfa sér að ganga um bæinn í rólegheitum og njóta þess að vera til. Það er góð leið til að minnka streituna. Miðborg á að vera sjarmerandi og eftirsóknarverður staður þar sem fólk nýtur þess að vera.“

Segir Kolbrún og bætir við að miðborgin sé að mestu sjarmerandi og eftirsóknarverð, nema hvað henni finnst Hafnartorg ekki ætla að verða heillandi verslunarsvæði. Hlemm telur hún hafa breyst til hins betra eftir að Mathöllin var reist þar og segir Grandann vera dásamlegt svæði. En Laugavegurinn er að þróast í undarlega átt að hennar mati með óteljandi smekklausum lundabúðum.

Hún lýkur síðan máli sínu með þessum orðum:

„Bíleigendur verða að átta sig á því að öflug bílaumferð á ekki við í miðbæjum stórborga og hana þarf að takmarka. Þetta er gert víða í borgum erlendis og þykir ekki stórmál. Stöðugt kvak bíleigenda og sumra verslunarmanna um óréttlætið sem felst í takmörkun umferðar í miðbænum er ansi þreytandi. Meirihluti borgarstjórnar er örugglega á villigötum í einhverjum málum en þegar kemur að takmörkun bílaumferðar í miðbænum þá er einmitt verið að gera það sem gera þarf.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Tannlaus prins
Eyjan
Í gær

Styrmir vill að Sjálfstæðismenn safni undirskriftum gegn Orkupakka 3

Styrmir vill að Sjálfstæðismenn safni undirskriftum gegn Orkupakka 3
Eyjan
Í gær

Katrín útilokar ekki að setja lagningu sæstrengs í þjóðaratkvæðagreiðslu

Katrín útilokar ekki að setja lagningu sæstrengs í þjóðaratkvæðagreiðslu
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Starfsmenn Reykjavíkurborgar fá 105 þúsund króna eingreiðslu

Starfsmenn Reykjavíkurborgar fá 105 þúsund króna eingreiðslu
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Kristján Þór ráðstafar 31 þúsund tonnum – Vill endurskoða núgildandi kerfi

Kristján Þór ráðstafar 31 þúsund tonnum – Vill endurskoða núgildandi kerfi