fbpx
Þriðjudagur 23.júlí 2019  |
Eyjan

Snakk fyrir stórveldin – ellegar samstaða Evrópuríkja

Egill Helgason
Miðvikudaginn 10. júlí 2019 10:36

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þetta kort birtist á síðu eins Facebookvinar míns. Það gefur tilefni til ýmissa vangaveltna. Þetta er semsé Evrópa ótal þjóðríkja og Evrópa Evrópusambandsins. Önnur virkar fjölbreytt og hin einsleit.

En við þetta eru nokkrir hlutir sem mætti skoða og maður þarf ekki einu sinni að vera mikill Evrópusinni til að spyrja eftirfarandi spurninga og draga ályktanir?

Hvað hefur hin litskrúðuga Evrópa þjóðríkjanna háð mörg stríð í gegnum aldirnar? Maður getur byrjað frá vestri til austurs. En maður myndi seint ná að telja þau öll. Evrópusambandið hefur hins vegar aldrei farið í stríð – líklegra er að það hafi forðað stríðsátökum.

Þjóðríkja-Evrópan virkar mjög litskrúðug. Það er hins vegar ekkert hæft í því að Evrópusambandið vilji fletja út álfuna og gera hana alla eins. Þvert á móti geta smáþjóðir Evrópu og þjóðarbrot dafnað innan sambandsins – í raun betur en var á tíma þjóðríkjanna. Evrópusambandið gerir líka ýmislegt til að styrkja menningu, ekki síst á jaðarsvæðum. Ég er í Grikklandi, í kosningum þar um daginn nutu Evrópusinnaðir flokkar yfirgnæfandi stuðnings. Grikkir eru ekkert minni Grikkir þótt þeir séu í ESB.

Við lifum hins vegar á tíma alþjóðlegrar menningar sem gerir líf okkar og neyslu býsna einhæfa. En hún er ekki runnin frá Evrópusambandinu, heldur er það bandarísk fjöldamenning sem teygir sig út í öll heimshorn. Nýjasta birtingarmynd þessa eru yfirráð Bandaríkjanna yfir alnetinu. Netflix með sínu endalausa framboði af bandarísku sjónvarpsefni er skýrt dæmi. Evrópusambandið reynir að sporna við hinum gríðarlegu völdum bandarísku tæknirisanna og einsleitninni sem þeim fylgir, að maður tali ekki um undanskotin og skattsvikin.

Svo er það heimsveldapólitíkin. Bandaríkin eru heimsveldið stærsta, í ljósi þess sem var skrifað hér í málsgreininni á undan eru fullyrðingar Trumps um að gengið sé á hlut Bandaríkjanna í veröldinni ekkert annað en hlægilegar. Svo er það Kína sem sækir á með sinn herskálakapitalisma. Rússland sem á gnægð af kjarnorkuvopnum, tekur aðallega þátt í stórveldapólitíkinni með því að rugla og blekkja. Pútín sem lýsir því yfir að frjálslynd samfélög verði brátt fyrir bí.

Skoðum kortin af Evrópu. Evrópusambandið getur staðið uppi í hárinu á þessum risum. Talað við þá á jafnræðisgrundvelli. En Evrópa með sundruðum þjóðríkjum hefur ekkert í þá að gera, hún er ekki annað en snakk fyrir stórveldin.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Tannlaus prins
Eyjan
Fyrir 22 klukkutímum

Hallur fær bágt fyrir „skítabombu“ sína um Björn: „Menn geta sem sagt ekki verið kristnir ef þeir styðja orkupakkaræfillinn?“

Hallur fær bágt fyrir „skítabombu“ sína um Björn: „Menn geta sem sagt ekki verið kristnir ef þeir styðja orkupakkaræfillinn?“
Eyjan
Fyrir 23 klukkutímum
Illur púki?
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Meirihlutinn segist hafa endurreist verkamannabústaðarkerfið – 807 manns á biðlista og vinstrimenn furðu lostnir

Meirihlutinn segist hafa endurreist verkamannabústaðarkerfið – 807 manns á biðlista og vinstrimenn furðu lostnir
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Galli uppgötvast í glænýjum Herjólfi rétt fyrir þjóðhátíð – Þarf að fara í slipp

Galli uppgötvast í glænýjum Herjólfi rétt fyrir þjóðhátíð – Þarf að fara í slipp
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Sjálfstæðisflokkur tapar fylgi til Miðflokksins og er í sögulegri lægð – Píratar bæta við eftir Birgittumálið

Sjálfstæðisflokkur tapar fylgi til Miðflokksins og er í sögulegri lægð – Píratar bæta við eftir Birgittumálið
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Starfsmenn Reykjavíkurborgar fá 105 þúsund króna eingreiðslu

Starfsmenn Reykjavíkurborgar fá 105 þúsund króna eingreiðslu