fbpx
Þriðjudagur 23.júlí 2019  |
Eyjan

LÍN verður SÍN: 30% af námslánum verða felld niður

Ágúst Borgþór Sverrisson
Miðvikudaginn 10. júlí 2019 09:50

Lilja Alfreðsdóttir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lilja Dögg Alfreðsdóttir menntamálaráðherra kynnir drög til nýrra laga um námsstyrkjakerfi og nýjan sjóð, Stuðningssjóð íslenskra námsmanna – SÍN. Sú grundvallarbreyting verður með þessu frumvarpi að námsmenn sem ljúka prófgráðu innan tilgreinds tíma fá felld niður 30% af höfuðstóli námslánsins. Um þetta skrifar Lilja í aðsendri grein í Morgunblaðinu í dag:

„Það er mikil kjarabót fyrir námsmenn en styrkurinn er í formi niðurfellingar sem kemur til framkvæmda að námi loknu.“

Enn fremur verður veittur styrkur vegna framfærslu barna námsmanna. Sérstakar ívilnanir við endurgreiðslu námslána verða til námsmanna sem stunda ákveðnar tegundir náms eða búa og starfa í svokölluðum „brothættum“ byggðum.

Lilja segir að þessar breytingar séu tímabærar:

„Staða Lánasjóðs íslenskra námsmanna er sterk og skapar kjöraðstæður til að ráðast í kerfisbreytingar sem lengi hafa verið í farvatninu. Nýtt styrkja- og námslánakerfi er að fullu fjármagnað en að auki verða framlög til sjóðsins endurskoðuð árlega miðað við fjölda lánþega hverju sinni.“

Nánar má lesa um frumvarpið í Samráðsgátt stjórnvalda. Málsefnið er þar dregið saman með eftirfarandi hætti:

„Með frumvarpinu er lagt til að innleitt verði nýtt námsstyrkjakerfi samhliða námslánakerfi. Markmiðið með nýju kerfi er að ganga skrefinu lengra í átt að því að tryggja hagsmuni námsmanna á Íslandi betur en gert hefur verið. Verði frumvarpið að lögum mun það leysa af hólmi gildandi lög um Lánasjóð íslenskra námsmanna.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Tannlaus prins
Eyjan
Í gær

Styrmir vill að Sjálfstæðismenn safni undirskriftum gegn Orkupakka 3

Styrmir vill að Sjálfstæðismenn safni undirskriftum gegn Orkupakka 3
Eyjan
Í gær

Katrín útilokar ekki að setja lagningu sæstrengs í þjóðaratkvæðagreiðslu

Katrín útilokar ekki að setja lagningu sæstrengs í þjóðaratkvæðagreiðslu
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Starfsmenn Reykjavíkurborgar fá 105 þúsund króna eingreiðslu

Starfsmenn Reykjavíkurborgar fá 105 þúsund króna eingreiðslu
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Kristján Þór ráðstafar 31 þúsund tonnum – Vill endurskoða núgildandi kerfi

Kristján Þór ráðstafar 31 þúsund tonnum – Vill endurskoða núgildandi kerfi