fbpx
Þriðjudagur 23.júlí 2019  |
Eyjan

Freyja fordæmir heilbrigðiskerfið: „Við brjótum oft bein og þurfum á aðstoð að halda“

Ritstjórn Eyjunnar
Miðvikudaginn 10. júlí 2019 12:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Í allri umræðu um fósturskimanir og þungunarrof er sjálfræði barnshafandi manneskja oftast útgangspunktur. Þannig á það að vera. Það sem þó vill oft verða undir í þeirri umræðu eru forsendurnar sem fólki eru gefnar til þess að njóta raunverulega sjálfræðis þegar kemur að ákvörðun um skimun eða rof.“

Þetta segir Freyja Haraldsdóttir í færslu sem hún skrifaði á Facebook-síðu sína. Segir hún að fólk gangi út frá því að heilbrigðiskerfið veiti því alltaf bestu mögulegu upplýsingarnar og að þær upplýsingar séu hlutlausar og ópólitískar, en að þannig sé það ekki. Freyja heldur áfram:

„Ef við tökum mína fötlun sem dæmi segir heilbrigðiskerfið ítrekað við verðandi foreldra að við séum ólífvænleg. Svo lýsir það því gjarnan í detailum hversu ömurlegt líf okkar kemur til með að verða. Í ljósi þess að við sem samfélag þjáumst mikið af ableisma leggjast þessar hlutdrægu og oftast röngu upplýsingar ofan á kerfis- og menningarbundna fordóma sem gerir það að verkum að fæstir foreldrar hafa gagnrýnigleraugun á lofti. Þar fyrir utan hefur okkur öllum verið kennt að setja trú okkar og traust á heilbrigðiskerfið.“

Þá segir Freyja að fóstur með beinstökkva séu sjaldnast ólífvænleg, en að sum börn með slíkan sjúkdóm fæðast með öndunarfæravandamál og í þeim tilvikum sem þau falla snemma frá. Að hennar sögn er það vegna þess að þau fá ekki þá heilbrigðisþjónustu sem þau þurfa en er fyrir hendi. Freyja segir að ástæðan fyrir því sé sú að heilbrigðiskerfið sé búið að gefast upp á börnunum áður en þau fæðast og sannfæra því foreldrana um að ekkert sé hægt að gera. „Sjálfræði foreldra er því haft að engu nema að þau sjálf finni leiðir til þess að afla sér upplýsinga sem fagfólki ber að veita en gerir ekki,“ segir hún.

„Flest okkar erum almennt heilsuhraust. Við brjótum oft bein og þurfum á aðstoð að halda, erum fötluð, en lifum innihaldsríku og góðu lífi. Það vita þó fæstir, með hörmulegum afleiðingum sem svipa til mannkynbóta heilbrigðiskerfa víða um heim sem eru ekki hlutlaus fyrir fimm aura.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Tannlaus prins
Eyjan
Í gær

Styrmir vill að Sjálfstæðismenn safni undirskriftum gegn Orkupakka 3

Styrmir vill að Sjálfstæðismenn safni undirskriftum gegn Orkupakka 3
Eyjan
Í gær

Katrín útilokar ekki að setja lagningu sæstrengs í þjóðaratkvæðagreiðslu

Katrín útilokar ekki að setja lagningu sæstrengs í þjóðaratkvæðagreiðslu
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Starfsmenn Reykjavíkurborgar fá 105 þúsund króna eingreiðslu

Starfsmenn Reykjavíkurborgar fá 105 þúsund króna eingreiðslu
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Kristján Þór ráðstafar 31 þúsund tonnum – Vill endurskoða núgildandi kerfi

Kristján Þór ráðstafar 31 þúsund tonnum – Vill endurskoða núgildandi kerfi