fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Eyjan

Þurfa hugsanlega að skammta rafmagn á álagstímum eftir aðeins þrjú ár

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 9. júlí 2019 08:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Líkur eru á að eftir þrjú ár verði orðinn skortur á rafmagni hér á landi. Þá þarf að skammta rafmagn á ákveðnum tímum dags til ákveðinna notenda. Í árlegri skýrslu Landsnets um afl og orkujöfnuð í landinu kemur fram að líkur séu á aflskorti árið 2022.

Fréttablaðið skýrir frá þessu í dag. Fram kemur að þetta mat sé byggt á upplýsingum um núverandi raforkuframleiðslu, fyrirsjáanlega uppbyggingu og áætlaðri notkun. Þetta gengur því þvert gegn viðteknum hugsunarhætti um að næg raforka sé í boði hér á landi. Breytingar á lifnaðarháttum fólks hafa áhrif á notkunina.

„Ný tækni og aukin tækjanotkun hafa einnig áhrif. Öll sjálfvirkni er í raun keyrð á rafmagni.“

Er haft eftir Guðmundi Inga Ásmundssyni, forstjóra Landsnets. Hann sagði að hægt væri að reisa vindorkuver á skemmri tíma en það tekur að koma upp stórri vatnsaflsvirkjun en það tekur um sjö til fimmtán ár. Vindorkuverin séu þó háð veðri.

„Ef við lendum í aflskorti þá eru teknar ákvarðanir um hvar þurfi að skera tímabundið á raforku og á hvaða tímum. Það verður þá á þeim tíma þar sem notkunin er mest.“

Er haft eftir honum og sagði hann einnig að skorið yrði niður á daginn og taka þyrfti ákvörðun um hvort það yrðu fyrirtæki eða einstaklingar sem yrðu fyrir barðinu á niðurskurðinum og á hvaða svæðum.

„Það ber ekkert fyrirtæki ábyrgð á að hér sé til næg raforka. Ábyrgðin liggur hjá stjórnvöldum í landinu hverju sinni. Við höfum komið þessum skilaboðum til stjórnvalda og teljum að á það sé hlustað.“

Er einnig haft eftir Guðmundi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Varaþingmaður Samfylkingarinnar yfirgefur flokkinn – Segir Samfylkinguna hafa sofnað á mannréttindavaktinni

Varaþingmaður Samfylkingarinnar yfirgefur flokkinn – Segir Samfylkinguna hafa sofnað á mannréttindavaktinni
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Þurfum mjög hæfan forseta – þarf alls ekki að vera stjórnmálamaður

Ólafur Þ. Harðarson: Þurfum mjög hæfan forseta – þarf alls ekki að vera stjórnmálamaður
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Sjálfstæðismenn aðeins einu sinni fengið sinn forseta – sá var fyrrverandi formaður Alþýðubandalagsins

Ólafur Þ. Harðarson: Sjálfstæðismenn aðeins einu sinni fengið sinn forseta – sá var fyrrverandi formaður Alþýðubandalagsins
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Óæskilegt lesefni

Óttar Guðmundsson skrifar: Óæskilegt lesefni
Eyjan
Fyrir 6 dögum

800 milljóna halli en þokast í rétta átt

800 milljóna halli en þokast í rétta átt
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Þorsteinn Siglaugsson skrifar: Gervigreind og máttur tungumálsins

Þorsteinn Siglaugsson skrifar: Gervigreind og máttur tungumálsins