fbpx
Þriðjudagur 23.júlí 2019  |
Eyjan

Stefano og hinn ómótstæðilegi ís

Egill Helgason
Þriðjudaginn 9. júlí 2019 11:05

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ís er minn stóri veikleiki – ég hef losað mig við talsvert af ósiðum á lífsleiðinni. En ís á ég erfitt að standast – hann er þó engan veginn góður fyrir líkamsvöxt minn.

Hér á myndinni er minn helsti freistari. Hann heitir Stefano og rekur ísbúðina Ο θείος á Folegandros. Nafnið á búðinni þýðir Frændinn – Stefano lærði ísgerðarlistina hjá móðurbróður sínum.

Ég held því fram að Stefano búi til einhvern besta ís í heimi, þetta er ekta ítalskur ís. Ítalir hafa gefið heiminum nokkrar stórkostlegar gjafir, nei ég er ekki að tala um endurreisnina, heldur espressokaffið og ísinn.

Stefano er frá Torino á Ítalíu. Hann stofnaði ísbúðina hér á eyjunni fyrir tólf árum. Það er eins og ísinn verði betri hvert ár. Í ár hefur hann náð stórkostlegum tökum á ísgerðarlistinni. Það tengist víst því að einhverju leyti að hann fékk nýja og fullkomnari vél.

Þetta er klassískur ítalskur ís, gelato, með súkkulaðibragði, vanillu, stracciatella, amarena, kaffi, jarðarberjum, sítrónu, kókos, pistachio – stundum býr Stefano raunar til ís úr geitamjólk. Hann er furðu bragðgóður líka. Kári sonur minn vill hann helst.

Sem betur fer get ég sagt að ís freistar mín yfirleitt ekki mikið á Íslandi. Engum hefur tekist að ná slíkum árangri í ísgerð á Íslandi og einyrkinn Stefano, hvað sem veldur. Það vantar bæði upp á bragðgæðin og áferðina.

En ég er reyndar mikill hreinstefnumaður varðandi ís. Stefano myndi aldrei setja piparlakkrís út í ís, grjótharða sælgætisbita eða hlaupkarla, eins og Íslendingar nota í fyrirbærið sem kallast bragðarefur. Skammtarnir eru heldur ekki jafn ógnvænlegir og á Íslandi. Stærðirnar á ísboxunum eru þrjár – sú stærsta myndi líklega teljast heldur smá á Íslandi. Þetta ber vott um góðan smekk Ítala – við Íslendingar höfum fengið það frá Bandaríkjamönnum að skammtar hafa stækkað stækkað og stækkað.

Verðið hefur líka breyst afar lítið í gegnum árin. Stefano býr til ísinn sjálfur og hefur metnað til að gera hann betri og betri. Það er nóg að gera hjá honum. En hræddur er ég um að ef hann notaði íslensku aðferðina væri hann búinn að opna útibú í öllum þorpum hér, gæðunum hefði hrakað og verðið hækkað.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Tannlaus prins
Eyjan
Í gær

Styrmir vill að Sjálfstæðismenn safni undirskriftum gegn Orkupakka 3

Styrmir vill að Sjálfstæðismenn safni undirskriftum gegn Orkupakka 3
Eyjan
Í gær

Katrín útilokar ekki að setja lagningu sæstrengs í þjóðaratkvæðagreiðslu

Katrín útilokar ekki að setja lagningu sæstrengs í þjóðaratkvæðagreiðslu
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Starfsmenn Reykjavíkurborgar fá 105 þúsund króna eingreiðslu

Starfsmenn Reykjavíkurborgar fá 105 þúsund króna eingreiðslu
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Kristján Þór ráðstafar 31 þúsund tonnum – Vill endurskoða núgildandi kerfi

Kristján Þór ráðstafar 31 þúsund tonnum – Vill endurskoða núgildandi kerfi