fbpx
Þriðjudagur 23.júlí 2019  |
Eyjan

Forystumaður í Samfylkingunni sagði meiri bót fyrir láglaunafólk að fá góða gönguskó og hvatningu til að ganga á fjöll en launahækkun

Eyjan
Þriðjudaginn 9. júlí 2019 10:15

Gunnar Smári Egilsson. Mynd: DV/Hanna

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gunnar Smári Egilsson, stofnandi Sósíalistaflokks Íslands, segir að meðan kjarasamningar stóðu sem hæst hafi fyrrverandi forystumaður í Samfylkingunni sagt að það væri meiri lífskjarabót fyrir láglaunafólk að fá góða gönguskó og hvatningu til að ganga á fjöll en að fá 20 til 30 þúsund króna launahækkun.

Þetta segir hann í færslu á Facebook þar sem hann gagnrýnir andlegu hlið einstaklingshyggju. „Einstaklingshyggja nýfrjálshyggjuáranna skapaði andlega hlið, hugmyndina um að við ættum að byggja okkur upp andlega hvert fyrir sig til að þola óréttlæti kapítalismans í stað þess að sameinast til að umbreyta samfélaginu og berjast gegn óréttlæti þess og ójöfnuði. Ég hef auðvitað ekkert á móti því að fólk noti núvitund, jóga eða aðra líkams- eða hugrækt, ekki frekar en höfundur þessarar greinar; en það er ekki tilviljun að bæði stórfyrirtæki, bandaríski herinn og sjálfumglaða elítan á Davos taki núvitund opnum örmum,“ segir Gunnar Smári.

Hann segir að við þessi skrif hafi rifjast upp fyrrnefnd ummæli Samfylkingarmannsins. „Meðan ég var að skrifa þennan stutta texta rifjaðist upp fyrir að fyrrum forystumaður í Samfylkingunni trúði mér fyrir því meðan kjarasamningar stóðu sem hæst að það væri meiri lífskjarabót fyrir láglaunafólk að fá góða gönguskó og hvatningu til að ganga á fjöll en að fá 20-30 þús. kr. launahækkun; svona getur andleg trúarbrögð nýfrjálshyggjunnar leikið samfélagsskilning vel meinandi fólks; það heldur að lausnin á óréttlæti heimsins sé innra mein þeirra sem verða undir óréttlæti kapítalismans. Reyndar fékk láglaunafólkið ekki svona mikla launahækkun, og ekki einu sinni nægjanlega til að kaupa sér sæmilega götuskó, en það er önnur saga og ekki síður sorgleg,“ skrifar Gunnar Smári og deilir hlaðvarpi Guardian um andlegu hlið einstaklingshyggju.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Tannlaus prins
Eyjan
Í gær

Styrmir vill að Sjálfstæðismenn safni undirskriftum gegn Orkupakka 3

Styrmir vill að Sjálfstæðismenn safni undirskriftum gegn Orkupakka 3
Eyjan
Í gær

Katrín útilokar ekki að setja lagningu sæstrengs í þjóðaratkvæðagreiðslu

Katrín útilokar ekki að setja lagningu sæstrengs í þjóðaratkvæðagreiðslu
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Starfsmenn Reykjavíkurborgar fá 105 þúsund króna eingreiðslu

Starfsmenn Reykjavíkurborgar fá 105 þúsund króna eingreiðslu
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Kristján Þór ráðstafar 31 þúsund tonnum – Vill endurskoða núgildandi kerfi

Kristján Þór ráðstafar 31 þúsund tonnum – Vill endurskoða núgildandi kerfi