fbpx
Þriðjudagur 23.júlí 2019  |
Eyjan

Björn gapandi hissa á Morgunblaðinu og skrifum þjóðernissinna í blaðið

Ágúst Borgþór Sverrisson
Þriðjudaginn 9. júlí 2019 11:06

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Guðmundur Jónas Kristjánsson heitir maður, þjóðernissinni sem er í stjórn Frelsisflokksins og er mjög andsnúinn Orkupakka 3. Björn Bjarnason fyrrverandi ráðherra og fyrrverandi ritstjóri Morgunblaðsins, er steinhissa á því að Guðmundur fái skrif sín birt í Morgunblaðinu og kallar hann síðustu grein Guðmundar í blaðinu furðuskrif sem eigi eingöngu heima á Facebook en ekki í hans gamla málgagni.

Í nýjum pistli á vefsvæði sínu tekur Björn fyrir grein sem Guðmundur birti í Morgunblaðinu á föstudag og segir Björn:

„Í greininni ræðst hann einnig gegn EES-samningnum í anda samtakanna Frjálst land sem eru systursamtök norsku samtakanna Nei til EU hér á landi. Guðmundur Jónas segir að árið 2015 hafi Viðskiptaráð birt tölur um kostnað atvinnulífsins af eftirliti vegna EES og sé beinn kostnaður metinn um 20 milljarðar. Gallinn við þetta er sá að Viðskiptaráð hefur aldrei rannsakað þetta sérstaklega vegna EES. Rétt er að 20 milljarðarnir koma úr kynningu um kostnað við regluverk almennt, óháð því hvort það er vegna EES eða annars. Síðan birtir Guðmundur Jónas tilvitnun innan gæsalappa á þann veg að lesandinn hlýtur að draga þá ályktun að hún sé úr skýrslu Viðskiptaráðs. Við nánari athugun kemur hins vegar í ljós að hún er af vefsíðu Frjáls lands og í grein eftir Sigurbjörn Svavarsson, formann Frjáls lands, sem oft skrifar greinar gegn EES í Morgunblaðið.“

Björn átelur Guðmund harðlega fyrir þessi vinnubrögð og segir skammarlegt að vitna í texta skoðanabróður og láta eins og textinn sé frá Viðskiptaráði Íslands.

Er Björn svo undrandi á þessum vinnubrögðum að hann birtir eftirfarandi mynd inni í grein sinni til áhersluauka:

Þess má geta að Björn hefur haldið uppi rökstuðningi fyrir innleiðingu Orkupakka 3 sem Morgunblaðið hefur sett sig uppi á móti í ritstjórnarefni sínu auk þess sem margar greinar eftir andstæðinga Orkupakkans hafa birst í blaðinu.

Annar þjóðernissinni, Guðmundur Karl Þorleifsson, formaður Íslensku þjóðfylkingarinnar, ritar grein í Morgunblaðið í dag sem Birni þykir engu betri. Svo virðist sem höfundur greinarinnar líti á sendiráð ESB á Íslandi sem skattskylt fyrirtæki sem svíki undan skatti:

„Hvernig má það vera, að RSK [ríkisskattstjóri] hjólar í allt og alla sem í rekstri eru en lætur útibú ríkjasambands vera átölulaust?“ spyr höfundur með þjósti. Hann segir þjóðfylkinguna hafa tengilið í Brussel sem segi að „hingað hafi komið 24 milljarðar frá 2009“ Veltir hann fyrir sér hvort sendiráðið stundi „svarta atvinnustarfsemi eða mútur“ og skorar á rannsóknarblaðamenn að láta nú hendur standa fram úr ermum. Greininni lýkur á þessum orðum: „Er tími til að Íslendingar vakni og segi nei við líberalismanum og sjálftökufólki á þingi? Ég bara spyr.“

Björn segir að greinin virki frekar sem ábyrgðarlaus gjörningur en framlag til vitrænnar umræðu um samstarf við aðrar þjóðir.

Björn furðar sig jafnframt á því að hann gamla blað, Morgunblaðið, birti furðuskrif sem eigi eingöngu heima á Facebook:

„Að óreyndu hefði mátt ætla að Facebook dygði fyrir hvers kyns furðuskrif og dagblöð drægju úr birtingu slíks efnis.“

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Tannlaus prins
Eyjan
Í gær

Styrmir vill að Sjálfstæðismenn safni undirskriftum gegn Orkupakka 3

Styrmir vill að Sjálfstæðismenn safni undirskriftum gegn Orkupakka 3
Eyjan
Í gær

Katrín útilokar ekki að setja lagningu sæstrengs í þjóðaratkvæðagreiðslu

Katrín útilokar ekki að setja lagningu sæstrengs í þjóðaratkvæðagreiðslu
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Starfsmenn Reykjavíkurborgar fá 105 þúsund króna eingreiðslu

Starfsmenn Reykjavíkurborgar fá 105 þúsund króna eingreiðslu
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Kristján Þór ráðstafar 31 þúsund tonnum – Vill endurskoða núgildandi kerfi

Kristján Þór ráðstafar 31 þúsund tonnum – Vill endurskoða núgildandi kerfi