fbpx
Þriðjudagur 23.júlí 2019  |
Eyjan

Kolbrún segir eldri borgara dauðhrædda við bílastæðahús

Eyjan
Mánudaginn 8. júlí 2019 15:28

Kolbrún Baldursdóttir, borgarfulltrúi Flokks fólksins

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kolbrún Baldursdóttir, borgarfulltrúi Flokks fólksins, segir í færslu sem hún birtir innan Facebook-hóps flokksins að margir eldri ökumenn séu dauðhræddir við að nota bílastæðahús. Hún segir það vinkil sem aldrei sé skoðaður í samhengi við fjölgun slíkra húsa.

„Margir eldri ökumenn og ungir líka eru dauðhræddir við að fara inn í bílastæðahús. Reykjavík rekur 7 bílastæðahús. Það er margir hræddir við að fara inn í bílastæðahúsin og má nefna eldri borgara en einnig fleiri úr hinum ýmsu aldurshópum,“ segir Kolbrún.

Ástæðan fyrir þessu er að hennar sögn meðal annars slæmt aðgengi. „Aðkoma og aðgengi að bílastæðahúsum er víða slæmt. Inn í þeim er einnig oft þröngt og fólk hrædd við að reka bílinn sinn í.  Margir eldri borgarar, fatlaðir og einnig ungir ökumenn treysta sér ekki í þau, auk þess sem aðkoma sumra þeirra er ekki mjög sýnileg. Stærsti vandinn er hins vegar sá að mjög mörgum finnst greiðslumátinn flókinn. Fólk óttast oft einnig að lokast inni með bíl sinn t.d. þar sem enginn umsjón er á svæðinu eins og oft er á kvöldin,“ segir Kolbrún.

Hún þetta aldrei rætt. „Borgarmeirihlutinn hefur aldrei rætt þessa hlið í tengslum við bílastæðahúsin. Þegar sagt sé að nóg sé af bílastæðum í bænum þá er þessi vinkill aldrei skoðaður nú þegar allt kapp er lagt á að loka fyrir umferð bíla á stóru svæði eða fækka bílastæðum á götum,“ segir Kolbrún.

Kolbrún telur að strætó geti ekki komið í staðinn. „Nú liggur fyrir að stækka á gjaldsvæðið í bænum og hækka bílatæðagjald sem og hefja gjaldtöku á sunnudögum. Þetta er alls ekki tímabært því langt er í land að almenningssamgöngur geti verið fýsilegur kostur. Sumar leiðir strætó ganga ekki einu sinni á sunnudögum.  Þær leiðir sem ekki keyra um helgar eru 31, 17, 33 og 34. Akstur hefst kl. 9:30 og á nokkrum leiðum er farinn einum hring minna á kvöldin en á öðrum dögum,“ segir Kolbrún.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Tannlaus prins
Eyjan
Í gær

Styrmir vill að Sjálfstæðismenn safni undirskriftum gegn Orkupakka 3

Styrmir vill að Sjálfstæðismenn safni undirskriftum gegn Orkupakka 3
Eyjan
Í gær

Katrín útilokar ekki að setja lagningu sæstrengs í þjóðaratkvæðagreiðslu

Katrín útilokar ekki að setja lagningu sæstrengs í þjóðaratkvæðagreiðslu
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Starfsmenn Reykjavíkurborgar fá 105 þúsund króna eingreiðslu

Starfsmenn Reykjavíkurborgar fá 105 þúsund króna eingreiðslu
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Kristján Þór ráðstafar 31 þúsund tonnum – Vill endurskoða núgildandi kerfi

Kristján Þór ráðstafar 31 þúsund tonnum – Vill endurskoða núgildandi kerfi