fbpx
Þriðjudagur 23.júlí 2019  |
Eyjan

Þórdís viðurkennir að það sé kurr í Sjálfstæðisflokknum

Ágúst Borgþór Sverrisson
Sunnudaginn 7. júlí 2019 17:16

Mynd: DV/Hanna

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, varaformaður Sjálfstæðisflokksins, viðurkennir að nokkur kurr sé í flokknum en segir að ávallt hafi verið átök í Sjálfstæðisflokknum og það sé styrkur hans. Þetta kom fram í útvarpsþættinum Sprengisandi á Bylgjunni í morgun og Vísir.is greinir frá.

Forysta flokksins hefur verið gagnrýnd harðlega undanfarið, ekki síst á síðum Morgunblaðsins, þar sem fyrrverandi formaður flokksins Davíð Oddsson er ritstjóri. Talið er að mikil óánægja sé með frumvarpið um Orkupakka III en einnig sykurskatt og fleiri mál.

Þórdís sagði:

„Sjálfstæðisflokkurinn er breiðfylking og hefur verið kjölfesta í íslenskum stjórnmálum frá stofnun, ég fjallaði um það á landsfundi að það er áskorun fyrir Sjálfstæðisflokkinn að starfa í umhverfi þar sem ekki eru fjórir flokkar heldur átta. Þar sem við höldum áfram að reyna að ná til kjósenda á okkar forsendum en ekki forsendum smáflokka.“

Hún var þá spurð hvort flokkurinn gæti lengur rúmað ólíkar skoðanir þegar menn væru farnir að hnakkrífast opinberlega. Þórdís svaraði:

„Grasrót Sjálfstæðisflokksins er mjög þétt út um allt land, meirihluti hennar er ekki að hnakkrífast. Það er það fólk sem við sækjum okkar stuðning og styrk til. Það er enginn flokkur sem nýtur í sama mæli slíkrar grasrótar“

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Tannlaus prins
Eyjan
Í gær

Styrmir vill að Sjálfstæðismenn safni undirskriftum gegn Orkupakka 3

Styrmir vill að Sjálfstæðismenn safni undirskriftum gegn Orkupakka 3
Eyjan
Í gær

Katrín útilokar ekki að setja lagningu sæstrengs í þjóðaratkvæðagreiðslu

Katrín útilokar ekki að setja lagningu sæstrengs í þjóðaratkvæðagreiðslu
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Starfsmenn Reykjavíkurborgar fá 105 þúsund króna eingreiðslu

Starfsmenn Reykjavíkurborgar fá 105 þúsund króna eingreiðslu
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Kristján Þór ráðstafar 31 þúsund tonnum – Vill endurskoða núgildandi kerfi

Kristján Þór ráðstafar 31 þúsund tonnum – Vill endurskoða núgildandi kerfi