fbpx
Þriðjudagur 23.júlí 2019  |
Eyjan

Kolbrún harðorð vegna áforma um Hvalárvirkjun: „Skelfilegt skemmdarverk á náttúrunni“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Laugardaginn 6. júlí 2019 09:56

Kolbrún Bergþórsdóttir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kolbrún Bergþórsdóttir, blaðamaður á Fréttablaðinu, er harðorð í leiðara blaðsins í dag þar sem hún deilir harðlega á áform um Hvalárvirkjun á Ströndum. Kolbún segir að það verði íslenskri þjóð til eilífðarvansa ef hún situr aðgerðalaus hjá á meðan stórbrotin náttúra á Ströndum verður virkjun að bráð.

Kolbrún hefur skrif sín á umfjöllun um afleiðingar græðgi mannsins á náttúru jarðarinnar:

„Við lifum á tímum þar sem það blasir við hverjum sem sjá vill að mannkynið hefur gengið illa um náttúruna. Í græðgislegri þörf sinni fyrir velmegun hefur það mengað umhverfi sitt, jafnvel svo mjög að lífi á jörðinni stafar hætta af. Þannig er gríðarlegur fjöldi dýrategunda og plantna í útrýmingarhættu vegna kæruleysis mannsins og mörgum hefur nú þegar verið eytt.“

Kolbrún segir síðan að margir sem viðurkenni þessa staðreynd fyllist engu að síður græðgi þegar þeir hugsi til hagnaðarmöguleika vegna virkjana. Um það sé Hvalárvirkjun á Ströndum dæmi:

Þar stendur til að fremja skelfilegt skemmdarverk á náttúrunni í von um að einhverjir geti grætt peninga. Þeir sem hafa litið þetta svæði augum og hafa einhverja tilfinningu fyrir náttúrufegurð hljóta að fyllast skelfingu við þá tilhugsun að þetta ægifagra svæði verði eyðilagt. Reyndar þarf fólk ekki að mæta á svæðið til að átta sig á náttúrufegurðinni sem þarna blasir við. Við lifum á tækniöld og ljósmyndir og fréttamyndir sýna greinilega hvað þarna er í húfi.“

Náttúruverndarsinnar ekki draumórafólk af höfuðborgarsvæðinu

Kolbrún ræðst gegn því algeng viðkvæði virkjunarsinna að þeir sem berjast fyrir verndun náttúrunnar séu draumórafólk af höfuðborgarsvæðinu sem hafi ekki vit á atvinnuuppbygginu á landsbyggðinni. Það henti málstað þeirra að draga upp slíka mynd:

„En auðvitað eru náttúruverndarsinnar um allt land og stefna að sama markmiði: verndun náttúruperla.“

Kolbrún endar grein sína á ákalli til náttúruverndarsinna og þjóðarinnar:

„Náttúruverndarsinnar um allt land þurfa nú að sameinast í baráttu fyrir hinni stórbrotnu náttúru á Ströndum og voldugu fossunum sem þar eru en munu að mestu þurrkast upp verði af virkjanaframkvæmdum. Staðreynd sem sumir eiga auðvelt með að leiða hjá sér, enda blindaðir af gróðavon. Íslendingar eiga að vernda náttúru sína en ekki selja hana úr hendi sér.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Tannlaus prins
Eyjan
Í gær

Styrmir vill að Sjálfstæðismenn safni undirskriftum gegn Orkupakka 3

Styrmir vill að Sjálfstæðismenn safni undirskriftum gegn Orkupakka 3
Eyjan
Í gær

Katrín útilokar ekki að setja lagningu sæstrengs í þjóðaratkvæðagreiðslu

Katrín útilokar ekki að setja lagningu sæstrengs í þjóðaratkvæðagreiðslu
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Starfsmenn Reykjavíkurborgar fá 105 þúsund króna eingreiðslu

Starfsmenn Reykjavíkurborgar fá 105 þúsund króna eingreiðslu
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Kristján Þór ráðstafar 31 þúsund tonnum – Vill endurskoða núgildandi kerfi

Kristján Þór ráðstafar 31 þúsund tonnum – Vill endurskoða núgildandi kerfi