fbpx
Þriðjudagur 23.júlí 2019  |
Eyjan

Joao Gilberto, frumherji bossa nova

Egill Helgason
Laugardaginn 6. júlí 2019 22:18

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Joao Gilberto var einn af upphafsmönnum tónlistarstefnunar sem nefnist bossa nova. Hún upphófst í Brasilíu í lok sjötta áratugarins og lagði undir sig heiminn á sjöunda áratugnum. Bossa nova er eitt meginstefið í hinni miklu og frjóu tónsköpun þessa áratugar – fjöldi bandarískra djasstónlistarmanna fóru til dæmis að leika bossa nova tónlist. Þeirra frægastur Stan Getz.

Bossa nova þýðir eiginleg nýja bylgjan. Þessi tónlistartegund varð til úr sambræðingi samba og djass. Gilberto var helsti fulltrúi þessarar stefnu ásamt Antonio Carlos Jobim. Svo gerðist það líka að eiginkona Gilbertos, Astrud, varð heimsfræg þegar hún söng Stúlkuna frá Ipanema inn á plötu – hafði þá aldrei komið fram opinberlega sem söngkona.

Gilberto var söngvari, lagahöfundur og lék á gítar. Hann fæddist í Bahia 1931 og lést í Rio de Janero í gær.

Platan sem hann gerði með Stan Getz er ein mest selda djassplata allra tíma. Hún færir mann einhvern veginn aftur á tímann þegar hún var gerð, það er sjöundi áratugurinn með allri sinni miklu tónsköpun, þarna eru suðrænir tónar og sólskin en líka smá angurværð sem er að finna í rödd Gilbertos. Þeir eru ófáir sem hafa tekið þetta lag síðan, en enginn betur. Og þarna eru líka lög eins og Stúlkan frá Ipanema og Corcovado.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Tannlaus prins
Eyjan
Í gær

Styrmir vill að Sjálfstæðismenn safni undirskriftum gegn Orkupakka 3

Styrmir vill að Sjálfstæðismenn safni undirskriftum gegn Orkupakka 3
Eyjan
Í gær

Katrín útilokar ekki að setja lagningu sæstrengs í þjóðaratkvæðagreiðslu

Katrín útilokar ekki að setja lagningu sæstrengs í þjóðaratkvæðagreiðslu
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Starfsmenn Reykjavíkurborgar fá 105 þúsund króna eingreiðslu

Starfsmenn Reykjavíkurborgar fá 105 þúsund króna eingreiðslu
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Kristján Þór ráðstafar 31 þúsund tonnum – Vill endurskoða núgildandi kerfi

Kristján Þór ráðstafar 31 þúsund tonnum – Vill endurskoða núgildandi kerfi