fbpx
Þriðjudagur 23.júlí 2019  |
Eyjan

Svört spá Harðar: „Á komandi hausti er hætt við því að við munum sjá holskeflu uppsagna“

Erla Dóra Magnúsdóttir
Föstudaginn 5. júlí 2019 09:55

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Spurningin er ekki hvort heldur aðeins hversu mikill efnahagssamdrátturinn verður,“ svona hefst nýr leiðari Harðar Ægissonar,  ritstjóra Markaðarins – viðskiptarits Fréttablaðsins, í dag. Þar gagnrýnir Hörður eiginfjárkröfurnar sem Alþingi hefur sett á bankakerfið. Þessi krafa hafi leitt til þess að bankarnir hafi minna svigrúm til útlána og þurfi að rukka lántakendur um hærri vexti.  Að öllu óbreyttu sé Ísland að sigla inn í efnahagssamdrátt með tilheyrandi hagræðingaraðgerðum og atvinnuleysi.

„Höggið við fall WOW air, ásamt vandræðum Icelandair með MAX-vélarnar, þýðir að ferðamönnum mun að líkindum fækka um liðlega 20 prósent. Atvinnuleysi er á hraðri uppleið enda þótt mörg fyrirtæki, einkum í ferðaþjónustu, séu að bíða með sársaukafullar hagræðingaraðgerðir. Það mun breytast. Á komandi hausti er hætt við því að við munum sjá holskeflu uppsagna.“

Að auki er húsnæðismarkaðurinn að kólna og verktakafyrirtæki að lenda í lausafjárerfiðleikum þar sem að eignir sem þeir hafa reist eru ekki að seljast á því verði sem ráð var gert fyrir.  „Efnahagshorfurnar, að minnsta kosti til skemmri tíma, hafa því versnað. Ekki bætir úr skák að bankakerfið, sökum versnandi lausafjárstöðu í krónum, er illa í stakk búið til að koma að fjármögnun arðbærra verkefna í atvinnulífinu. Sú staða mun valda því að niðursveiflan verður dýpri en ella.“

Seðlabankinn hefur lækkað vexti, þó enn mátti gjarnan lækka þá frekar. Hins vegar hafa háar eigin– og lausafjárkröfur sem bankarnir þurfa að uppfylla gert það að verkum að ráðstafanir Seðlabankans hafa ekki dugað sem skildi.  Íslensk stjórnvöld hafi ákveðið að ganga lengra en aðrar þjóðir með slíkum kröfum, en íslenskri bankar þurfa að binda um þrefalt meira eigið fé en aðrir evrópskir bankar. „Útlánageta þeirra er af þeim sökum minni og vextir hærri.“

Á þessu ári hefur átt sér stað 20 prósent samdráttur í nýjum útlánum. Lausafjáreignir bankanna hafa minnkað verulega og svigrúm til að stækka útlánasöfn takmarkað. „Sérstakur sveiflujöfnunarauki ofan á eiginfjárkröfur FME, sem hækkaði nú síðast um 0,5 prósentur í maí, mun hækka enn frekar í upphafi næsta árs. Sú hækkun byggir á ákvörðun fjármálastöðugleikaráðs í febrúar þegar efnahagshorfurnar voru aðrar og betri. Tímasetningin er því augljóslega fráleit. Hærri eiginfjárkröfur munu draga enn úr útlánagetu bankanna, einmitt á þeim tíma þegar hagkerfið þarf á auknu lánsfé að halda.“

Hörður spyr því hvort markmið stjórnvalda sé að skapa á Íslandi öruggasta fjármálakerfi í heimi, sem verði þá að sama bragði það dýrasta. „Sögulega séð hafa bankarnir líklega aldrei staðið traustari fótum. Þeim kröfum sem bönkunum hefur verið gert að uppfylla, sem eru margar hverjar skynsamlegar, fylgir hins vegar einnig kostnaður – og hann er greiddur af fyrirtækjum og heimilum.“

Sú ákvörðun stjórnvald að hækka eiginfjárkröfur á bankanna segir Hörður að standist enga skoðun. „Það standa fremur rök til þess að lækka þær og styðja þannig við útlánavöxt bankanna nú þegar hagkerfið er tekið að kólna.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Tannlaus prins
Eyjan
Í gær

Styrmir vill að Sjálfstæðismenn safni undirskriftum gegn Orkupakka 3

Styrmir vill að Sjálfstæðismenn safni undirskriftum gegn Orkupakka 3
Eyjan
Í gær

Katrín útilokar ekki að setja lagningu sæstrengs í þjóðaratkvæðagreiðslu

Katrín útilokar ekki að setja lagningu sæstrengs í þjóðaratkvæðagreiðslu
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Starfsmenn Reykjavíkurborgar fá 105 þúsund króna eingreiðslu

Starfsmenn Reykjavíkurborgar fá 105 þúsund króna eingreiðslu
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Kristján Þór ráðstafar 31 þúsund tonnum – Vill endurskoða núgildandi kerfi

Kristján Þór ráðstafar 31 þúsund tonnum – Vill endurskoða núgildandi kerfi