fbpx
Þriðjudagur 23.júlí 2019  |
Eyjan

Hróp um heilaþvott og hitlersæsku

Egill Helgason
Föstudaginn 5. júlí 2019 13:48

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nú er farið að kalla jarðsögulega skeiðið sem við lifum á anthropocene eða mannöld. Það er semsagt hegðun mannsins og gjörðir sem hafa áhrif á jörðina umfram annað.

Það er nokkurn veginn sama hvar við berum niður. Við höfum fyllt heiminn af plasti – það er varla sá staður á jörðinni að ekki sé þar að finna plastagnir. Við höfum náð að útrýma fjölda dýrategunda – og útrýming miklu fleiri er yfirvofandi. Tortíming skordýra gæti haft ófyrirséðar afleiðingar.

Í mörgum löndum er algjörlega búið að eyðileggja alla villta náttúru – þar er ekkert að finna nema borgir og ræktarland. Megnið af lífmassa spendýra á jörðinni er í þjónustu okkar, við erum að tala um meira en 90 prósent – til að éta þau eða nýta. Villt spendýr eru orðin býsna fágæt. Við höfum ofveitt fiskistofna og dælt eiturefnum í heimshöfin.

Svona má lengi halda áfram um áhrif mannsins á lífríkið. En maður hlýtur líka að nefna loftslagsbreytingar sem verða vegna gríðalegs bruna á jarðefnaeldsneyti sem okkur tekst ekki að hafa hemil á. Þetta er margþætt ógn sem getur leitt til gríðarlegra hörmunga, hungurs, flóttamannastraums, upplausnar ríkja og pólitískra kerfa.

Þetta er veröldin sem við skiljum eftir handa börnum okkar. Breytingarnar á mínum frekar stutta líftíma eru hrikalegar – og margt af því algjörlega óafturkræft. Er furða þótt þau séu hissa? Að þau hafi áhyggjur og reyni að koma vitinu fyrir okkur? Almennt er það svo að fólk vill búa börnum sínum góða og örugga framtíð – en svo er tæpast hér. Víða um heim höfum við orðið vör við vakningu meðal ungmenna vegna umhverfismála – það er kannski ein af stærstu fréttum ársins.

Unglingar í Vinnuskólanum í Reykjavík fara í mótmælagöngu til að vekja athygli á þessari stöðu. Þau taka upp þráðinn frá mótmælum skólaæskunnar víða um heim í vetur og vor.

Þá verða sumir alveg ærir og það er hrópað um hneyksli og heilaþvott og jafnvel hitlersæsku.

Það er náttúrlega hræðilegt ef ungmenni taka þátt í aðgerðum sem miða að því að vernda náttúruna, bjarga því sem bjargað verður, lágmarka skaðann sem fyrri kynslóðir hafa valdið.

Eða hitt þó heldur. Þetta er náttúrlega fagnaðarefni.

(Myndin er frá loftslagsverkfalli skólanema í vor.)

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Tannlaus prins
Eyjan
Í gær

Styrmir vill að Sjálfstæðismenn safni undirskriftum gegn Orkupakka 3

Styrmir vill að Sjálfstæðismenn safni undirskriftum gegn Orkupakka 3
Eyjan
Í gær

Katrín útilokar ekki að setja lagningu sæstrengs í þjóðaratkvæðagreiðslu

Katrín útilokar ekki að setja lagningu sæstrengs í þjóðaratkvæðagreiðslu
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Starfsmenn Reykjavíkurborgar fá 105 þúsund króna eingreiðslu

Starfsmenn Reykjavíkurborgar fá 105 þúsund króna eingreiðslu
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Kristján Þór ráðstafar 31 þúsund tonnum – Vill endurskoða núgildandi kerfi

Kristján Þór ráðstafar 31 þúsund tonnum – Vill endurskoða núgildandi kerfi